Fara í efni  

Fréttir

Merki Byggðastofnunar

Eiginfjárhlutfall 16%

Ársreikningur Byggðastofnunar árið 2013 var staðfestur af stjórn stofnunarinnar í dag. Hagnaður ársins nam 188,9 milljónum króna og var eiginfjárhlutfall í árslok 16%
Lesa meira
Verkefnastjórnin

Breiðdælingar virkja samtakamáttinn

Í Breiðdalshreppi er íbúaþingi, sem haldið var í nóvember síðastliðnum, nú fylgt eftir af krafti. Hugmyndavinna um nýtingu á aflögðu frystihúsi, rafræn leiðsögn fyrir ferðamenn, bætt aðstaða til matvælavinnslu og „Tilgangslausar dyr“ eru dæmi um verkefni sem komin eru í gang. Enn fleiri hugmyndir eiga væntanlega eftir að verða að veruleika og íbúar taka virkan þátt í framhaldinu. Þeir skora líka á stjórnvöld að tryggja viðbótaraflamark til Breiðdalsvíkur.
Lesa meira
Frá Breiðdalsvík

Íbúafundur á Breiðdalsvík næsta fimmtudagskvöld

Fimmtudagskvöldið, 6. mars er boðið til opins íbúafundar á Breiðdalsvík í tengslum við verkefnið „Breiðdælingar móta framtíðina“, sem er eitt af fjórum verkefnum í svokölluðum „Brothættum byggðum“ á vegum Byggðastofnunar, í samstarfi við stofnanir og íbúa heima fyrir.
Lesa meira
ESPON

ESPON ráðstefna um samstarfslöndin og ESB

Þann 11. mars nk. verður ráðstefna í svissneska sendiráðinu í Brussel um samstarfslöndin fjögur í ESPON, Sviss, Liechtenstein, Noreg og Ísland, og ESB. Ráðstefnan verður haldin undir heitinu "Potentials and Challenges for Iceland, Liechtenstein, Norway and Switzerland - and for the European Union" og til umfjöllunar verða áherslumál fyrir samstarfsverkefni byggðarannsókna á vettvangi ESPON á næsta starfstímabili.
Lesa meira
Frá íbúaþingi á Raufarhöfn

Starf verkefnisstjóra í samstarfsverkefni um byggðaþróun á Raufarhöfn framlengt.

Ákveðið hefur verið að framlengja ráðningartímabil verkefnisstjóra Byggðastofnunar í samstarfsverkefni um byggðaþróun á Raufarhöfn um fjóra mánuði, það er til 30. júní nk.
Lesa meira
Heimskautagerðið á Raufarhöfn

Grjót mótað í Heimskautsgerðið á Raufarhöfn

Um síðastliðin mánaðamót hófst á ný vinna við Heimskautsgerðið á Raufarhöfn eftir nokkurt hlé. Í fyrstu er unnið að því að kljúfa bergið í námunni og móta steina í Austur- og Vesturhlið gerðisins og í framhaldi af því verður hafist handa við að reisa hliðin. Einnig er í þessari lotu áætlað að móta steina og reisa hluta af skúlptúrum er standa eiga innan gerðisins. Vinnan við verkið í vetur er fjármögnuð með styrk sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti til verksins í úthlutun á vordögum 2013 og skiptir sá styrkur sköpum varðandi framvindu uppbyggingar gerðisins.
Lesa meira
Frá Breiðdalsvík

Frestun fundar á Breiðdalsvík

Í ljósi slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta eftirfylgnifundi í verkefninu „Breiðdælingar móta framtíðina“ sem halda átti á Hótel Bláfelli annað kvöld, fimmtudag. Það er nauðsynlegt að öll verkefnisstjórnin geti mætt á fundinn og okkur þykir áhættan full mikil þar sem sumir eru að ferðast um langan veg, ýmist akandi eða með flugi.
Lesa meira
Frá Breiðdalsvík

Íbúafundur á Breiðdalsvík næsta fimmtudagskvöld

Fimmtudagskvöldið, 20. febrúar er boðið til opins íbúafundar á Breiðdalsvík í tengslum við verkefnið „Breiðdælingar móta framtíðina“, sem er eitt af fjórum verkefnum í svokölluðum „Brothættum byggðum“ á vegum Byggðastofnunar, í samstarfi við stofnanir og íbúa heima fyrir.
Lesa meira
Frá íbúaþingi

Íbúaþingi í Skaftárhreppi fylgt eftir

Skaftárhreppur, Byggðastofnun, SASS, fyrirtæki, frumkvöðlar og íbúar fylgja nú eftir skilaboðum íbúaþings sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri í október síðastliðnum. Á íbúafundi sem haldinn var 6. febrúar kom fram að verið er að leita lausna til að bæta netsamband, auka framboð á íbúðarhúsnæði, stuðla að nýsköpun í atvinnulífi og þoka ýmsum fleiri málum áfram. Fulltrúar Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, SASS og íbúa, greindu frá stöðu helstu mála, en Skaftárhreppur er eitt af fjórum byggðarlögum þar sem Byggðastofnun vinnur verkefnið „Brothættar byggðir“ í samstarfi við íbúa og stofnanir heima fyrir.
Lesa meira
Áhöfnin á Húna

Áhöfnin á Húna hlýtur Eyrarrósina 2014

Eyr­ar­rósin, við­ur­kenn­ing fyrir framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­starf­semi á starfs­svæði Byggð­ar­stofn­unnar, var afhent í tíunda sinn við hátíð­lega athöfn í Skaft­felli á Seyð­is­firði í dag að við­stöddum for­seta Íslands og for­setafrú. Það var Dor­rit Moussaief for­setafrú og vernd­ari Eyr­ar­rós­ar­innar sem afhenti við­ur­kenn­ing­una í Skaft­felli á Seyð­is­firði en Skaft­fell er handa­hafi Eyr­ar­rós­ar­innar 2013.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389