Stöðugildi á vegum ríkisins
Byggðastofnun hefur frá áramótum 2013/2014 gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins. Með störfum á vegum ríkisins er átt við stöðugildi greidd af Fjársýslunni, stöðugildi hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum og stöðugildi hjá stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Störfin eru mun fleiri en stöðugildin en hér eru upplýsingarnar settar fram með fjölda stöðugilda. Miðað er við hvar störfin eru unnin, en ekki hvar viðkomandi starfsmaður býr. Fjöldi stöðugilda er námundaður við næstu heilu tölu. Samhliða mælaborðinu kom út skýrslan Hvar eru ríkisstörfin? Fjöldi ríkisstarfa 31.12.2022.
Hér fyrir neðan er mælaborð sem sýnir fjölda stöðugilda við áramót eftir landshluta, sveitarfélagi og málaflokkum ráðuneyta. Á kortunum sjást upplýsingar um fjölda stöðugilda, þróun þeirra og skiptingu niður á kyn þegar músarbendill er færður yfir landshluta eða sveitarfélög á kortinu. Hægt er að einblína stöðugildi fyrir tiltekið ár, landshluta eða kyn með því að nota síur vinstra megin á mælaborðinu. Jafnframt er hægt að sía gögn eftir málaflokkum ráðuneyta með því að smella á heiti ráðuneytis á mósaíkmyndinni.
- MYNDSKEIÐ UM NOTKUN MÆLABORÐSINS -
Smellið á "tableau" merkið neðst til vinstri í rammanum til að sjá mælaborðið stærra í sér glugga.