Fréttir
Styrkir til meistaranema 2022
20 desember, 2022
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 16. desember síðastliðinn að styrkja fjóra meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun. Heildarupphæð styrkjanna er ein milljón króna. Hver styrkur er að upphæð 250.000 kr. Auglýsing um styrkina var birt í byrjun september og framlengdur umsóknarfrestur rann út 14. nóvember. Alls bárust tíu umsóknir.
Lesa meira
Atvinnutekjur aftur í fyrra horf eftir samdrátt 2020
19 desember, 2022
Upplýsingar um atvinnutekjur 2012-2021 eftir svæðum og atvinnugreinum hafa nú verið birtar í skýrslu og mælaborði. Heildaratvinnutekjur á árinu 2021 námu 1.462 milljörðum kr. sem var um 70 milljörðum kr. meira en árið 2020 eða sem nemur 5,0%. Hlutfall atvinnutekna kvenna á landinu öllu var 41,3% á árinu 2021 sem er hækkun um 0,2 prósentustig frá 2020 og 2,3 prósentustig frá 2012. Á árinu 2021 jukust heildaratvinnutekjur í öllum landshlutum en mesta aukning atvinnutekna varð þó á Austurlandi, eða 9,3%.
Lesa meira
Byggðafesta og búferlaflutningar
16 desember, 2022
Bókin Byggðafesta og búferlaflutningar er komin út. Ritið veitir yfirlit um svæðisbundna mannfjöldaþróun á Íslandi og mynstur búferlaflutninga innan lands og utan. Þar er einnig leitað skýringa á langtímaþróun byggðarlaga og landsvæða og ljósi varpað á þá þætti sem áhrif hafa á ákvarðanir einstaklinga um að flytja á brott, vera um kyrrt eða snúa aftur heim. Loks er mat lagt á framtíðarhorfur í búferlaflutningum og byggðaþróun.
Lesa meira
Samstarf Byggðastofnunar og Háskólans á Hólum
12 desember, 2022
Föstudaginn 9. nóvember var skrifað undir samkomulag milli Byggðastofnunar og Háskólans á Hólum um samstarf.
Arnar Már Elíasson forstjóri og Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs skrifuðu undir fyrir hönd Byggðastofnunar og Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Anna Guðrún Edvardsdóttir rannsóknarstjóri fyrir hönd Háskólans á Hólum.
Lesa meira
Lokaskýrsla rannsóknar um innflytjendur og stöðu þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu
1 desember, 2022
Byggðastofnun styrkti fjórar rannsóknir árið 2021 úr Byggðarannsóknarsjóði. Meðal þeirra var rannsókn Vífils Karlssonar, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, sem ber heitið Innflytjendur og staða þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu. Markmið rannsóknar var að kanna stöðu innflytjenda á vinnumarkaði á Covid-kreppuárinu 2020 og hvort það væri einhver landfræðilegur munur á henni.
Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða
29 nóvember, 2022
Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Lesa meira
Fróðlegur fundur í Dalabyggð
29 nóvember, 2022
Stjórn Byggðastofnunar sat fund með verkefnisstjórn DalaAuðs í Vínlandssetrinu í Búðardal fimmtudaginn 24. nóv. sl. Á fundinum gafst stjórnarfólki tækifæri til að fræðast um framvindu upphafsáfanga byggðaþróunarverkefnis í Brothættum byggðum. Fyrr á árinu hófst verkefnið DalaAuður, verkefnisstjórn var skipuð og verkefnisstjóri, Linda Guðmundsdóttir, var ráðin til starfa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í kjölfarið.
Lesa meira
Starf sérfræðings á rekstrarsviði Byggðastofnunar
29 nóvember, 2022
Byggðastofnun óskar eftir að ráða öflugan og nákvæman sérfræðing á rekstrarsvið stofnunarinnar. Meðal verkefna er umsjón áhættustýringar. Sem umsjónarmaður áhættustýringar hefur starfsmaður umsjón með gerð áhættustefnu stofnunarinnar og ber ábyrgð á gerð ársfjórðungslegra áhættuskýrslna sem kynntar eru stjórn stofnunarinnar.
Lesa meira
Styrkt verkefni meistaranema
29 nóvember, 2022
Byggðastofnun veitir árlega styrki til meistaranema sem vinna lokaverkefni á sviði byggðaþróunar. Nýverið útskrifuðust þrír meistaranemar sem hlutu styrk frá stofnuninni. Byggðastofnun óskar þeim ölllum til hamingju með áfangann. Nemendurnir og verkefnin eru eftirfarandi:
Lesa meira
Þrjátíu milljónum úthlutað til verslunar í dreifbýli
29 nóvember, 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Að þessu sinni var 30 milljónum kr. úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember