Orðskýringar
Orðaskilgreiningar / definitions
Loftslag (e.climate): tölfræðileg lýsing á veðri miðað við meðaltöl og breytileika sem á við yfir tímabil sem nær yfir mánuði til þúsunda eða milljóna ára.
- Meðaltöl fyrir loftslag er yfirleitt tekið yfir 30 ára tímabil – skilgreint af World Meteorological Organization.
- Viðeigandi viðmið fela yfirleitt í sér mælingar á hita, ofankomu og vind við yfirborð.
Loftslagsbreytingar (e. climate change): Breytingar á loftslagi sem endist yfir lengra tímabil, yfirleitt tugi ára eða lengur.
- Loftslagsbreytingar geta verið skilgreindar með tölfræðilegum greiningum/mælingum t.d. breytingar á meðaltali eða breytileika í kerfinu.
- Loftslagsbreytingar geta verið vegna náttúrulegra ferla innan loftslags kerfa, eða utanaðkomandi áhrifa eins og sveiflum í virkni sólarinnar, eldgosum, viðvarandi breytingar í loftslaginu af mannanna völdum eða vegna landnotkunar.
Aðlögun að loftslagsbreytingum (e. adaption to climate change): Ferli til aðlögunar að núverandi eða væntanlegu loftslagi og áhrifa þess.
- Í manngerðum kerfum þá leitast aðlögun við að minka eða koma í veg fyrir skaða af völdum loftslagsbreytinga eða hagnýta möguleika sem geta fylgt breyttu loftslagi.
- Í sumum náttúrulegum kerfum getur inngrip manna virkað sem aðlögun að væntanlegu loftslagi og áhrifa þess.
Loftslagsvörpun (e. climate projection): Vörpun sem hermir eftir svörun loftslagsins við sviðsmynd framtíðarlosunar eða samansöfnun af gróðurhúsa loftegundum og svifryki, venjulega komið frá loftslagslíkönum.
- Loftslagsvörpun er aðgreind frá loftslagslíkani þar sem loftslagsvörpun er háð útlosun/samansöfnun/útgeislun þeirrar sviðsmyndar sem er notuð. Sviðsmyndin hverju sinni byggir á ákveðnum forsendum, t.d. framtíðarhorfum samfélags og efnahagslegrar þróunar sem er mögulegt eða ómögulegt að sjá fyrir.
Innviðir(e. infastructure): Hér er átt við alla innviði sem hafa áhrif á samfélagið ásamt stofnunum sveitarfélagsins. Dæmi: Skólar, hjúkrunarheimili, fráveitukerfi, götur/stígar, rafmagnslínur, veiturör o.fl sem hefur bein eða óbein áhrif á sveitarfélagið og íbúa þess.
Tjónnæmni (e. sensitivity): Allt sem atburður getur raskað er tjónnæmt – næmt fyrir tjóni. Hafa skal í huga að nánd við atburðin hefur áhrif á tjónnæmi, t.d. sá sem dvelur lengi innan svæðis sem er útsett fyrir náttúruvá er mun líklegri til að verða fyrir áhrifum náttúruvárinnar frekar en einhver sem dvelur í stuttan tíma.
- Þetta geta verið bein áhrif t.d. breyting á uppskeru sem svörun við hitastigsbreytingum.
- Þetta geta verið óbein áhrif t.d. tjón vegna aukinnar tíðni strandsvæðisflóða sem svörun við hækkandi sjávarstöðu.
- Einnig getur tími árs og dags haft áhrif t.d. tjónnæmi tjaldsvæðis gagnvart gróðureldi getur verið mjög breytilegt eftir tíma árs og veðurfari.
Viðbragð (e. organisational capability): Allir þeir sem koma að viðbrögðum við náttúruvánni t.d. björgunarsveitir, lögregla, slökkvilið, almannavarnir, Vegagerðin, Isavia o.fl.
Viðtakandi (e. receptor): Sá sem verður fyrir áhrifum atburðarins t.d. íbúar, fyrirtæki o.fl.
Hætta (e. risk): Möguleg hættusvæði/upptök. Hætta getur komið fram sem hætta á mannsfalli, skaða eða annarskonar áhrif a heilsu, einnig sem tjón eða altjón á byggingum, innviðum, heimilum, fyrirtækjum, þjónustu, vistkerfum og náttúruauðlindum.
- Hætta felur í sér þróun yfir lengri tíma (t.d. hækkandi hitastig yfir lengri tíma) ásamt skyndilegum atburðum og öfgum í loftslagi (t.d. hitabylgja) eða aukinn breytileika í veðri.
Varnarleysi (e. vulnerability): Fólk, byggð, tegundir eða vistkerfi, náttúrulegir ferlar, þjónusta, auðlind, innviðir, efnahagsleg eða menningarlegar eignir sem eru útsett fyrir áhrifum loftslagstengdrar áhættu. Varnarleysi getur breyst yfir tíma t.d. vegna breyttrar landnýtingar.
Viðkvæmni (e. sensitivity) – Tilhneiging kerfis, stofnanna, fólks og annarra lífvera til að verða fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og þola eða aðlagast þeim afleiðingum.
Aðlögunargeta (e. adaptive capacity) – Eiginleiki kerfis, stofnanna, fólks og annarra lífvera til að aðlagast, nýta eða svara áhrifum loftslagsbreytinga.
Áhrif (e. impact) – Með tilliti til loftslagsbreytinga þá eru áhrif skilgreind sem þær afleiðingar sem verða á náttúruleg og mannleg kerfi vegna ofsaveðra, loftslagsáhrifa og áhrifa loftslagsbreytinga. Alla jafna eiga áhrifin við afleiðingar á líf, byggð, heilsu, vistkerfi, efnahag, samfélög og menningu, þjónustu og innviði vegna samverkandi áhrifa loftslagsbreytinga eða vegna loftslagstengdrar náttúruvár.
Áhrifakeðja (e. impact chain) – Flókið kerfi er brotið upp í minni einingar til að skilja betur hvernig ákveðin hætta getur kallað fram bein og óbein áhrif sem hefur víðtækari áhrif á kerfi í áhættu.
Vísir/leiðari (e. indicator) – megindleg og eigindleg gögn eða talna breyta sem er mælanleg eða hægt að lýsa sem svörun við skilgreindum viðmiðum.