Fara í efni  

Fréttir

Athyglisverð mannfjöldaþróun víða um landið

Athyglisverð mannfjöldaþróun víða um landið

Hagstofa Íslands birti í dag íbúatölur fyrir 1.janúar sl. Þegar rýnt er í tölurnar sem liggja að baki meðaltali landshlutanna kemur margt athyglisvert ljós.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar - Raufarhöfn

Aflamark Byggðastofnunar - Raufarhöfn

Byggðastofnun auglýsir eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Raufarhöfn í Norðurþingi. Um er að ræða 200 þorskígildistonn vegna fiskveiðiársins 2017/2018. Um úthlutun og ráðstöfun aflamarksins gilda ákvæði reglugerðar nr.643/2016.
Lesa meira
Spá um þróun mannfjölda eftir sveitarfélögum

Spá um þróun mannfjölda eftir sveitarfélögum

Byggðastofnun hefur gert mannfjöldaspá til ársins 2066 fyrir sérhvert sveitarfélag á Íslandi. Um er að ræða niðurbrot miðspár Hagstofu Íslands fyrir allt landið á sveitarfélög.
Lesa meira
Efling frumkvöðlakvenna á landsbygginni - lokaráðstefna haldin á Sauðárkróki

Efling frumkvöðlakvenna á landsbygginni - lokaráðstefna haldin á Sauðárkróki

Evrópuverkefnið Efling kvenfrumkvöðla á landsbyggðinni eða Female Rural Enterprise Empowerment (FREE) efnir til lokaráðstefnu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki þann 18. apríl.
Lesa meira
Ársreikningur Byggðastofnunar 2017

Ársreikningur Byggðastofnunar 2017

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2017, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 16. mars 2018. Hagnaður ársins nam 99,6 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 23,57% en var 22,74% í lok árs 2016.
Lesa meira
íbúaþing

Tveir megin drifkraftar í byggðaþróun á Þingeyri; rótgróið og róttækt

Ef samgöngur eru góðar, atvinnulífið öflugt og íbúar kraftmiklir, er samfélaginu á Þingeyri og við Dýrafjörð allir vegir færir. Þetta eru niðurstöður tveggja daga íbúaþings sem haldið var í Félagsheimilinu á Þingeyri helgina 10. – 11. mars síðastliðinn. Um sextíu manns tóku þátt í þinginu, sem hófst með því að sýnt var skemmtilegt myndband um Þingeyri, unnið af nemendum á miðstigi grunnskólans og nemendur tónlistarskólans komu fram, við góðar undirtektir.
Lesa meira
Frá málþinginu

Góð þátttaka á málþingi um raforkumál á Íslandi

Rúmlega 100 manns mættu á málþing sem Byggðastofnun gekkst fyrir um raforkumál á Íslandi í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 8. mars.
Lesa meira
Svæðisbundin flutningsjöfnun – opið fyrir umsóknir til 31. mars

Svæðisbundin flutningsjöfnun – opið fyrir umsóknir til 31. mars

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um svæðisbundna flutningsjöfnun vegna flutnings á árinu 2017. Umsóknafrestur er til miðnættis 31. mars 2018. Athugið að um lögbundinn lokafrest er að ræða, ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma.
Lesa meira
Byggðastofnun fær jafnlaunamerkið

Byggðastofnun fær jafnlaunamerkið

Jafnréttisstofa hefur veitt Byggðastofnun heimild til að nota jafnlaunamerkið. Í því felst að staðfest er að Byggðastofnun hafi fengið vottun á jafnlaunakerfi sínu samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og uppfylli öll skilyrði staðalsins. Þar með hefur hún fengið staðfestingu á því að launaákvarðanir séu kerfisbundnar, að fyrir hendi sé jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals og að reglubundið er fylgst með því hjá stofnuninni að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi sambærileg laun óháð kynferði. Í 1. grein jafnréttisáætlunar fyrir Byggðastofnun kemur fram að konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og skulu njóta sömu kjara er varða önnur starfskjör og réttindi.
Lesa meira
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar frá Garði er handhafi Eyrarrósarinnar 2018

Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar frá Garði er handhafi Eyrarrósarinnar 2018

Eyrarrósin, sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni var afhent rétt í þessu í Neskaupstað. Það var listahátíðin Ferskir vindar frá Garði sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar, afhenti verðlaunin.
Lesa meira
« 1 2

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389