Fara í efni  

Húsnæði fyrir óstaðbundin störf

Á byggðaáætlun 2018-2024 var aðgerð B.7. Störf án staðsetningarVerkefnismarkmiðið var að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði óháð staðsetningu árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. Þar er lagt til að slík störf verði unnin á starfsstöð (þ.e. í húsnæði þar sem fyrir er önnur starfsemi) og því er mikilvægt að fyrir liggi upplýsingar um húsnæði sem til greina kemur sem víðast á landsbyggðinni. Í gildandi byggðáætlun 2022-2036 er aðgerðin B.7. Óstaðbundin störf sem er framhald af fyrri aðgerð og er annars vegar ætlað að styðja við uppbyggingu vinnustaðaklasa um landið og hins vegar að koma til móts við einskiptiskostnað vegna starfa sem staðsett verða í slíkum klösum eða öðrum starfstöðvum utan atvinnusóknar höfuðborgarsvæðisins. 

Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir óstaðbundin störf. Upplýsingum var safnað saman með aðstoð landshlutasamtaka sveitarfélaga. Á stöðunum sem upplýsingar eru til um eru vel yfir 100 starfsstöðvar fyrir einstaklinga. Landsbyggðirnar eru því nú þegar vel í stakk búnar til að taka á móti þessum störfum á vegum ríkisins og stofnana þeirra.

Finna má staðsetningar starfsstöðvanna í þjónustukorti Byggðastofnunar.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389