Fara í efni  

Fasteignagjöld viðmiðunareignar

Byggðastofnun hefur fengið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) til að reikna út fasteigna­mat á sömu viðmiðunar­fast­eigninni um allt land. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m² og 476 m³ á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru síðan reiknuð út skv. gjaldskrám sveitarfélaga sem gilda frá 1. janúar á hverju ári. Í þessari greiningu samanstanda fasteignagjöld af fasteignaskatti, lóðarleigu, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi (og sorpgjöldum). Útreikningar voru gerðir fyrir 103 matssvæði í 49 sveitarfélögum og fengust staðfestingar á útreikningi frá öllum sveitarfélögunum. Nánari upplýsingar eru í skýrslunni Samanburður á fasteignamati og fasteignagjöldum árið 2024.

Hér fyrir neðan er mælaborð sem sýnir fasteignamat og fasteignagjöld á matssvæðunum 103. Þegar músarbendill er færður yfir þéttbýlisstað á kortinu birtast auk fasteignamats og fasteignagjalda upplýsingar um forsendur sem liggja að baki hverjum lið, t.d. álagningarhlutföll, hvort gjaldstofn sé fasteignamat eða stærð húss/lóðar.

- MYNDSKEIÐ UM NOTKUN MÆLABORÐSINS -

Smellið á "tableau" merkið neðst til vinstri í rammanum til að sjá mælaborðið stærra í sér glugga.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389