Fréttir
Staðsetning þjónustustarfa fyrirtækja uppfærð
Niðurstaða könnunar sem landshlutasamtök sveitarfélaga hafa unnið í samstarfi við Byggðastofnun hefur verið til kynningar hér á heimasíðu Byggðastofnunar að undanförnu og safnað athugasemdum. Í kjölfarið er hér ný tafla sem sýnir breytta niðurstöðu.
Meginniðurstaða er óbreytt, sú að þjónustuþættir á landinu eru flestir á þeim stöðum sem flesta hafa íbúana – og þar með á sömu stöðum og flest hafa ríkisstörf. Margt annað er líkt með könnunum, t.d. var byggt á sömu þéttbýlisstöðum í báðum könnunum.
Könnun á staðsetningu þjónustustörfum fyrirtækja náði til 58 þjónustuþátta, skipt í átta þjónustusvið sem spanna bæði þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Reykjavík hefur alla 58 þjónustuþætti og fjórir aðrir bæir hafa 50 þætti eða fleiri, Akranes, Akureyri, Selfoss og Keflavík/Njarðvík. Raunar má segja að Akranes og Keflavík/Njarðvík séu undantekningar frá reglunni sem nefnd er hér á undan um samfallandi staðsetningu á starfsemi ríkisins og þjónustufyrirtækja því á báðum þessum stöðum eru starfsþættir ríkisins tiltölulega fáir.
Annars má lesa úr niðurstöðum að í hverjum landshluta er hið minnsta einn bær með marga starfsþætti þjónustufyrirtækja, 40 eða fleiri. Á Vesturlandi eru þeir þrír, Akranes, Borgarnes og Hellissandur/Ólafsvík, Ísafjörður á Vestjörðum, Sauðárkrókur á Norðurlandi vestra, Akureyri og Húsavík á Norðurlandi eystra, Egilsstaðir á Austurlandi, þrír bæir á Suðurlandi, Selfoss, Höfn og Vestmannaeyjar, Keflavík/Njarðvík á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu eru 4 staðir, sem eru þó aðeins einn í mörgu tilliti, með svo marga starfsþætti, Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes.
Rétt er að taka fram að niðurstöður könnunar sem þessarar eru ekki óskeikular og sumar byggjast á mati sem getur verið umdeilanlegt. T.d. má nefna að augnlæknar heimsækja reglulega heilbrigðisstofnanir víða um land en þeir teljast ekki með þar heldur þar sem þeir eiga fasta bækistöð.
Á Vesturlandi; Snæfellsnesi og í Dölum, eru heilsugæslustöðvar víða mannaðar af fyrirtæki lækna í Reykjanesbæ. Læknir er þá staðsettur á heilsugæslustöð ákveðinn tíma og þegar hann fer kemur annar í staðinn. Þannig er þjónustan stöðug á staðnum þó fyrirtækið sé staðsett í Reykjanesbæ. Vegna þess að læknar eru stöðugt búsettir á staðnum er staða er metin í niðurstöðu sem fyrirtæki á staðnum þar sem þjónustan er veitt. Það er hins vegar frávik frá öðrum greinum. Sama má þó segja um starfsemi bílaskoðunarfyrirtækja sem hafa fastar bækistöðvar en skoða bíla á mun fleiri stöðum. Þau veita heimsóknarþjónustu mjög títt og reglulega í flestum tilvikum og heimsóknarþjónusta er víða innan sama vinnusóknarsvæðis og fasta bækistöðin. Bílaskoðun telur þess vegna á nokkrum stöðum þó þar séu ekki fastbúandi starfsmenn eða föst bækistöð.
Niðurstöður könnunarinnar telur Byggðastofnun að lýsi stöðunni þannig að hafa megi þær til hliðsjónar við stefnumótun.
Staðsetning þjónustustarfa fyrirtækja 2014.
Nánari upplýsingar veitir Árni Ragnarsson sérfræðingur á þróunarsviði í síma 455-5400 eða á netfanginu arni@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember