Fara í efni  

Fréttir

Verkefnisstjóri sóknaráætlana landshluta

Byggðastofnun óskar eftir að ráða verkefnisstjóra til að starfa með stýrineti ráðuneyta að gerð og útfærslu sóknaráætlana landshluta. Verkefnisstjórinn er ráðinn til Byggðastofnunar en verður staðsettur í Arnarhvoli í Reykjavík og hefur jafnframt vinnuaðstöðu hjá Byggðastofnun á Sauðárkróki. Starfið krefst umtalverðra ferðalaga um landið. Verkefnisstjórinn verður tengiliður milli ráðuneyta, landshlutasamtaka sveitarfélaga, Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar. Um er að ræða fullt starf til eins árs.
Lesa meira

Byggðastofnun fundar með sveitarstjórnarmönnum og Atvinnuþróunarfélagi Norðurlands Vestra

Samkvæmt lögum um Byggðastofnun er hlutverk hennar að fylgjast með þróun byggðar í landinu og vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Stofnunin skipuleggur og vinnur að ráðgjöf við atvinnulífið á landsbyggðinni í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra. Nú í byrjun febrúar fundaði stjórn Byggðastofnunar ásamt starfsmönnum með fulltrúum Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, SSNV, en Byggðastofnun og SSNV hafa með sér samning um starf á sviði atvinnu- og byggðaþróunar á starfssvæði SSNV. 
Lesa meira

Ársreikningur Byggðastofnunar 2011

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2011, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 27. febrúar 2012.  Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap af rekstri stofnunarinnar 235,7 milljónum króna á árinu 2011.  Eigið fé í árslok samkvæmt efnahagsreikningi var 266,3 milljón króna    Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 1,34%
Lesa meira

Myndir frá öskudeginum

Þau voru skrautleg krakkarnir sem heimsóttu skrifstofu Byggðastofnunar í dag og sungu fyrir starfsfólk. Ljósmyndari Byggðastofnunar var á staðnum og smellti nokkrum myndum af krökkunum.  Þær má sjá hér
Lesa meira
Handhafar Eyrarrósarinnar 2012 ásamt Dorrit Moussa

Safnasafnið hlýtur Eyrarrósina 2012

Eyrarrósina 2012, viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, hlýtur Safnasafnið á Svalbarðsströnd og veittu aðstandendur þess viðurkenningunni móttöku í dag laugardag við athöfn á Bessastöðum.
Lesa meira

Safnasafnið, Sjóræningjahúsið og Við Djúpið

Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður veitt í áttunda sinn á Bessastöðum laugardaginn 18. febrúar næstkomandi. Þrjú verkefni hafa verið valin úr metfjölda umsókna og hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar í ár: Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Sjóræningjahúsið á Vatneyri við Patreksfjörð og tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði.
Lesa meira

Byggðastofnun og ferðaþjónusta

Byggðastofnun hefur um langan tíma veitt lán til fyrirtækja í ferðaþjónustu víða um landið. Í árslok 2011 voru heildarútlán Byggðastofnunar til ferðaþjónustu að upphæð ríflega 4,6 milljarðar króna. Tæplega 1,37 milljarðar þar af voru lán fyrirtækja í fjórum sveitarfélögum, Skaftárhreppi, Skútustaðahreppi, Hornafirði og Mýrdalshreppi en ekkert sveitarfélag hefur yfir 8% af lánunum. Eins og sést á kortinu eru þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hafa tekið lán hjá Byggðastofnun dreifð vítt um landið.
Lesa meira

ESPON 2011

Það styttist í starfstímabili ESPON 2013. Mörgum rannsóknaverkefnum mun ljúka árin 2012 og 13 og fá ný byrja fyrir 1. janúar 2014 þegar nýtt starfstímabil hefst. Á síðustu misserum hafa komið fram yfirlýsingar um mikilvægi ESPON-starfsins, rannsóknanna, netverksins og gagnagrunnsins og útlit er fyrir að framhald verði á starfi þessarar ESB-áætlunar um byggðarannsóknir.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki í Ísland allt árið – þróunarsjóð

Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið auglýsa eftir umsóknum um styrki í Ísland allt árið – þróunarsjóð. Markmið þróunarsjóðsins er að styrkja þróun afurða og upplifana utan háannatíma Ferðaþjónustu og auka arðsemi fyrirtækja.
Lesa meira

Íbúaþróun uppfærð

Gagnagrunnur Byggðastofnunar um íbúaþróun hefur verið uppfærður með tölum frá 1. desember 2010. Hægt er að skoða á myndrænan hátt íbúaþróun áranna 1997-2010 eftir kyni og aldri í skráðum sveitarfélögum 1. desember 2010, einnig er hægt að skoða ákveðin landsvæði.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389