Fara í efni  

Endurskoðunarnefnd Byggðastofnunar

Endurskoðunarnefnd fyrir Byggðastofnun starfar skv. IX kafla A laga nr. 3/2006 um ársreikninga þar sem segir að við einingu tengda almannahagsmunum skuli starfa endurskoðunarnefnd.

Endurskoðunarnefnd skal starfa sem samskiptaaðili milli stjórnar Byggðastofnunar, stjórnenda hennar og ytri og innri endurskoðenda hennar í tengslum við skýrslugjöf þeirra og málefni sem tengjast innra eftirliti. Nefndin skal jafnframt aðstoða stjórn við að uppfylla skyldur sínar með því að starfa sem óháður og hlutlægur aðili sem hefur eftirlit með reikningsskilaferli stofnunarinnar og innra eftirliti hennar ásamt störfum ytri og innri endurskoðenda stofnunarinnar eins og nánar er tilgreint í starfsreglum nefndarinnar og í samræmi við 108. gr.  b. laga um ársreikninga.

Í endurksoðunarnefnd Byggðastofnunar sitja:

  • Ágústa Katrín Guðmundsdóttir, formaður
  • Ása Kristbjörg Karlsdóttir
  • María Hjálmarsdóttir
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir, varamaður

Starfsreglur endurskoðunarnefndar Byggðastofnunar.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389