Ríkisfang íbúa
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands bjuggu 5.635 erlendir ríkisborgarar á Íslandi árið 1998 sem samsvaraði 2% íbúa landsins. Í ársbyrjun 2024 voru erlendir ríkisborgarar orðnir 63.528 og þá hafði hlutfall þeirra af íbúum landsins aukist upp í um 17%.
Hér fyrir neðan er kortamælaborð sem sýnir ríkisfang íbúa sveitarfélaga og landshluta 1. janúar hvert ár frá 1998. Hægt er að skoða upplýsingar um erlenda eða íslenska íbúa landsins, t.d. fjölda í völdum hópi eða hlutfall af heildaríbúafjölda svæða. Mælaborðið sýnir jafnframt kynja- og aldurssamsetningu og yfirlit yfir helstu þjóðerni erlendra íbúa. Notendur mælaborðsins geta síað gögn eftir ári, kyni, aldri, sveitarfélagi, landshluta eða þjóðerni. Það er bæði hægt sía með stillingum vinstra megin og með því að ýta á svæði á kortum eða reiti í töflum.
Þrír flipar eru í mælaborðinu: 1) Ríkisfang sem sýnir kyn, aldur og búsetu erlendra eða íslenskra íbúa landsins, 2) Lönd sem gefur nánara yfirlit yfir þjóðerni erlendra íbúa landsins, og 3) Þróun sem sýnir breytingu í fjölda íbúa með erlent ríkisfang á völdu tímabili.
- MYNDSKEIÐ UM NOTKUN MÆLABORÐSINS -
Smellið á "tableau" merkið neðst til vinstri í rammanum hér að neðan til að sjá mælaborðið stærra í sér glugga.