Lán til nýliðunar í landbúnaði
Lán til nýliðunar í landbúnaði
Byggðastofnun veitir lán til fjármögnunar jarðakaupa/kynslóðaskipta í landbúnaði í því skyni að styðja við nýliðun, nýsköpun og framþróun í greininni. Jafnframt eru veitt lán til nýbygginga og/eða endurbóta á húsakosti. Krafa er gerð um að á viðkomandi jörð sé stundaður búskapur í atvinnuskyni og að á henni sé föst búseta. Ekki er lánað vegna viðskipta einkahlutafélags og eigenda þess eða vegna innbyrðis viðskipta hjóna eða sambýlisfólks.
Byggðastofnun er aðili að InvestEU ábyrgðakerfi Evrópska Fjárfestingasjóðsins (European Investment Fund). Lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem eru með 80-90% veðsetningu falla að hluta eða öllu leyti undir ábyrgðakerfið og eru því auknar kröfur varðandi upplýsingagjöf. Lán sem tryggð eru með ábyrgðarkerfi InvestEU eru ekki ætluð til endurfjármögnunar á öðrum lánum.
Sækja má um lán til nýliðunar í landbúnaði í þjónustugátt Byggðastofnunar hér.
Lánsfjárhæð | Hámarkslánveiting í samræmi við veð, greiðslugetu og lánareglur hverju sinni. |
Lánaskilmálar |
Lán í íslenskum krónum. Lánstími allt að 25 ár. Heimilt að greiða einungis vexti fyrstu þrjú árin |
Vaxtakjör |
|
Tryggingar |
|
Hver getur sótt um? |
Einstaklingar eða lögaðilar sem eru að hefja búskap og kaupa jörð sem verður áfram í landbúnaði. |
Til hvaða verkefna er lánað? |
Einungis er lánað vegna kaupa á jörð til landbúnaðarnota vegna nýliðunar/kynslóðaskipta. |
Hver er kostnaðurinn? | 1,2% lántökugjald |
Hvernig á að sækja um? | Sótt er um lán í gegnum umsóknargátt á heimasíðu |
Hvaða gögnum þarf að skila? |
|