Skráningar og leyfi á póstmarkaði
Almenn heimild til veitingar póstþjónustu
Byggðastofnun veitir heimildir til að starfrækja póstþjónustu skv. 22. töl. 4. gr laga um póstþjónustu nr. 98/2019. Heimildir eru tvenns konar, almennar heimildir og rekstrarleyfi. Póstþjónusta nær til móttöku og söfnunar, flokkunar, flutnings og skila á póstsendingum gegn greiðslu. Sjá nánar lög um póstþjónustu nr. 98/2019 og reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003.
Um skráningu póstrekanda gildir II. kafli laga um póstþjónustu. Allir póstrekendur skulu skráðir með almenna heimild.
Almenn heimild felur í sér réttindi til að starfrækja póstþjónustu samkvæmt ákvæðum laga um póstþjónustu og reglugerðar og reglna sem settar eru samkvæmt þeim.
Póstþjónustufyrirtæki með almenna heimild
Tilkynning um fyrirhugaða starfrækslu á póstþjónustu samkvæmt almennri heimild (Rafrænt eyðublað)
Til viðbótar skráningu samkvæmt almennri heimild eru reglur um útnefningu alþjónustuveitanda, sbr. III. kafli laga um póstþjónustu.
Íslandspóstur ohf. hefur verið útnefndur með skyldu til að veita alþjónustu hér á landi. Sjá nánar ákvörðun PFS nr. 13/2020.