Fara í efni  

Lán til stuðnings atvinnurekstri kvenna

Lán til stuðnings atvinnurekstri kvenna

Byggðastofnun veitir lán til eflingar atvinnuþátttöku kvenna í landsbyggðunum. Ekki er lánað vegna innbyrðis viðskipta einkahlutafélags og eigenda þess eða vegna innbyrðis viðskipta hjóna eða sambýlisfólk

Ákvörðun lánaflokksins byggir á heimild í 8. tl. 2. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Byggðastofnun er aðili að InvestEU ábyrgðakerfi Evrópska Fjárfestingasjóðsins (European Investment Fund). Lán til stuðnings atvinnureksturs kvenna falla undir ábyrgðakerfið og eru því auknar kröfur varðandi upplýsingagjöf.

Sækja má um lán til stuðnings atvinnurekstri kvenna í þjónustugátt Byggðastofnunar hér.

Lánsfjárhæð Lán skal ekki vera undir 1 m.kr. og hámarkslán er 10 m.kr.
Lánaskilmálar 

Lán í íslenskum krónum.

Lánstími allt að 10 ár en ef um er að ræða fasteignaveð en styttri með veði í búnaði, þá er m.v. áætlaðan líftíma hans.

Vaxtakjör
  • Verðtryggt 4,8%
  • Óverðtryggt REIBOR + 2,5%
Tryggingar 

Ekki er gerð krafa um veð fyrir lánum undir 5 m.kr. 

Fyrir lán að upphæð 5-10 m.kr. er gerð krafa um veð í t.d. fasteignum, tækjum eða búnaði í samræmi við veðareglur Byggðastofnunar.

Hver getur sótt um? 

Lán þessi verða eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru a.m.k. 75% í eigu kvenna og undir stjórn kvenna.  Krafa er um að verkefni leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.

Þar sem um er að ræða frumkvöðlalán verður félagið/reksturinn að hafa verið starfræktur skemur en fimm ár.
Til hvaða verkefna er lánað? 

Veitt eru lán fyrir stofn- og rekstrarkostnaði, tækjakaupum og kaupum á búnaði, allt að 70%.

Lánveitingarnar eru til þess að koma verkefnum af stað en ekki til endurfjármögnunar eða sem lítill hluti af stærra mengi.

Mælst er til að fyrirtæki geri samning um ráðgjöf hjá atvinnuþróunarfélagi eða við sjálfstætt starfandi ráðgjafa fyrir fyrstu 2 – 3 rekstrarárin.

Hver er kostnaðurinn? 1,2% lántökugjald
Hvernig á að sækja um?  Sótt er um lán í gegnum umsóknargátt á heimasíðu 
Hvaða gögnum þarf að skila?
  • Skilyrði er að umsókn fylgi vel gerð og ítarlega unnin viðskipta- og rekstraráætlun
  • Greinargerð um reksturinn/verkefnið
  • Sýna þarf fram á að nægt eiginfjárframlag sé til verkefnisins
  • Önnur gögn sem lánasérfræðingur óskar eftir.

 

 

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389