Fara í efni  

Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu

Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe

(Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu)

Verkefnið var Erasmus+ samstarfsverkefni sem Byggðastofnun leiddi á árunum 2017-2019 en Háskólinn á Bifröst og stofnanir í Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu tóku einnig þátt í verkefninu.

Helstu viðfangsefni og markmið verkefnisins voru að:

  • skilgreina og velja byggðarlög sem hafa átt undir högg að sækja í löndum samstarfsaðila (m.a. vegna fólksfækkunar og einhæfni og/eða samdráttar í atvinnulífi) en hafa möguleika á styrkja stöðu sína með aðgerðum verkefnisins.
  • skilgreina hæfniþarfir íbúa, landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga fyrir viðkomandi byggðarlag með það að markmiði að auka hæfni til sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar sem hefði jákvæð áhrif á byggðarlagið.
  • þjálfa einstaklinga sem aðstoða aðra innan byggðarlagsins sem og að skipuleggja og halda vinnustofu til að auka færni íbúa til þess að takast á við ýmis verkefni innan byggðarlagsins.
  • heimfæra árangur verkefnisins yfir á önnur byggðarlög og lönd til að hámarka árangur alþjóðlega samstarfsins og styðja við uppbyggingu brothættra byggðarlaga um alla Evrópu.

Aðgerðir sem notast var við í verkefninu:

  • Þörf á þjálfun metin með könnunum og gagnarannsóknum 
  • Útfærsla námsskrár fyrir þátttakendur í þjálfun (samfélagsþjálfara, e. community coaches)
  • Þjálfun þátttakenda og uppsetning vinnustofa
  • Stofnun alþjóðlegs náms- og samstarfsvettvangs fyrir þátttakendur á netinu


Verkefnið hófst 1. september 2017 og lauk 31. ágúst 2019.

Niðurstöður:
  • Burðugri og sterkari byggðarlög
  • Þjálfunaráætlun 
  • Tengslanet (e. network) samfélagsþjálfara 
  • Einstaklingar í brothættum byggðum hafa aukið þekkingu sína og getu til að stuðla að og nýta nýsköpun, frumkvæði, greinandi hugsun, úrræðasemi, leiðtogahæfni og þrautseigju, til að bæta sína stöðu og viðkomandi byggðarlags.

Samstarfsaðilar:

  • Byggðastofnun [Ísland]
  • Aitoliki Development Agency [Grikkland]
  • CESIE [Ítalía]
  • Tora Consult Ltd. [Búlgaría]
  • Tipperary County Council [Írland]
  • Háskólinn á Bifröst [Ísland]

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu verkefnisins.

“Furthering Innovative Entrepreneurial Regions of Europe” (FIERE) project.

Námsefni og gögn:
Námsskrá
Þarfagreining (GAP analysis)

 

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389