Fara í efni  

Fréttir

Einar Örn Hreinsson

Nýr starfsmaður Byggðastofnunar

Byggðastofnun hefur ráðið Einar Örn Hreinsson til starfa sem sérfræðing á þróunarsviði stofnunarinnar. Einar Örn er fæddur 17. júní 1973. Hann er með B.Sc. gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í landafræði frá University of Canterbury, Christchurch, á Nýja Sjálandi. Hann hefur á undanförnum árum starfað hjá National Institute of Water and Atmospheric Research Ltd. (NIWA) á Nýja Sjálandi og þar áður hjá Orkustofnun og Einkaleyfastofu. Einar Örn mun koma til starfa í byrjun ágúst.
Lesa meira
Jarðgerðartæki á höfninni á Sauðárkróki

Búnaður til jarðgerðar seldur

Eftir gjaldþrot fyrirtækisins Jarðgerðar ehf á Sauðárkróki, leysti Byggðastofnun til sín fasteign félagsins að Gránumóum við Sauðárkrók, auk tækjabúnaðar til jarðgerðar. Að undangenginni auglýsingu barst tilboð í tækjabúnaðinn frá norska fyrirtækinu Global Green Energy AS, sem sérhæfir sig í endurvinnslu lífræns úrgangs. Tilboðið var samþykkt og nú á dögunum var tækjabúnaðurinn tekinn niður og sendur með skipi til Noregs þar sem hann verður nýttur til endurvinnslu og jarðgerðar í Alta sem er stærsta sveitarfélag Finnmerkur í Noregi.
Lesa meira
NORA

”NORA REGION TRENDS” opnað í dag

Ný svæðisbundin netþjónusta þar sem kynntar verða fréttir sem og tölfræði- og markaðsupplýsingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og strandsvæðum Noregs verður opnuð í dag.
Lesa meira
Hæstiréttur Íslands

Hæstiréttur staðfestir kröfu Byggðastofnunar

Þann 7. maí síðastliðinn var kveðinn upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Byggðastofnun hafði höfðað gegn slitastjórn SPRON. Málið snerist um hvort fjármunir, sem Byggðastofnun átti sem peningamarkaðsinnlán hjá SPRON við fall hans, teldust vera lán til SPRON, eða innstæða og nyti því forgangsréttar sem slík við slit sparisjóðsins. Héraðsdómur féllst á kröfur Byggðastofnunar og komst að þeirri niðurstöðu að umræddir fjármunir teldust innstæða og nyti krafan því forgangs við slit SPRON.
Lesa meira
Íbúaþróun

Íbúaþróun uppfærð

Íbúaþróun hefur verið með ákaflega mismunandi hætti á landinu undanfarin ár. Stóru línurnar eru þó að fólki hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Nokkur stöðugleiki hefur verið í íbúaþróun á Akureyri og í allra næsta nágrenni og á mið-Austurlandi. Víðast hvar annars staðar hefur fólki fækkað. Það er meðal hlutverka Byggðastofnunar að fylgjast með þessari þróun, enda ein af grunnforsendum varðandi gerð áætlana um þróun og styrkingu byggða á Íslandi.
Lesa meira
Starf sérfræðings á þróunarsviði

Starf sérfræðings á þróunarsviði

Umsóknarfrestur um starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar, sem nýlega var auglýst, rann út þann 25. þessa mánaðar. 15 umsóknir bárust. Umsækjendur eru:
Lesa meira
frá Sauðárkróki

Byggðastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa

Byggðastofnun óskar eftir að ráða starfsmann á þróunarsvið stofnunarinnar. Í undirbúningi er að setja upp nýjan gagnagrunn á sviði byggðamála hjá stofnuninni og er leitað að starfsmanni til að leiða þá vinnu og síðan að þróa og viðhalda grunninum. Því er æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af landupplýsingakerfum. Jafnframt þarf viðkomandi að vera tilbúinn til að vinna að öllum þeim þáttum byggðamála sem þróunarsviðið sinnir ...
Lesa meira
Hæstiréttur Íslands

Lán Byggðastofnunar í erlendri mynt dæmd lögleg

Hæstiréttur úrskurðaði fimmtudaginn 2. maí 2013, að lán sem Byggðastofnun veitti í erlendri mynt væri löglegt. Lánið var veitt Samvirkni ehf. á Akureyri í febrúar 2008 og var í japönskum yenum. Hæstiréttur staðfestir þar með að Byggðastofnun hafi staðið rétt að lánveitingum í erlendum myntum. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Lesa meira
Fyrirlesarar og ráðstefnustjóri

Upphafsfundur nýrrar byggðaáætlunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur falið Byggðastofnun að hefja vinnu við gerð stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir tímabilið 2014-2017. Formlegt upphaf þeirrar vinnu var fundur á Hótel Natura í Reykjavík þ. 9. apríl síðastliðinn. Þar gerðu fulltrúar ráðuneyta, sambands sveitarfélaga og vinnumarkaðarins grein fyrir stefnumiðum og áætlunum sem tengjast Byggðaáætlun og lýstu viðhorfum til áætlunarinnar.
Lesa meira
Frá ársfundi Byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn föstudaginn 5. apríl 2013 í Miðgarði, Skagafirði. Á fundinum hélt Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra ávarp, auk Þórodds Bjarnasonar, stjórnarformanns og Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389