Fara í efni  

Strandabyggð

Sterkar Strandir

Strandabyggð hóf göngu sína í Brothættum byggðum á árinu 2020. Verkefnið hlaut heitið Sterkar Strandir. Gert var ráð fyrir að verkefninu lyki formlega í lok árs 2023 samkvæmt samningi. Stjórn Byggðastofnunar ákvað að samþykkja beiðni Strandabyggðar um framlengingu á verkefninu um eitt ár, til loka árs 2024. 

Um byggðarlagið:

Hólmavík er stærsti þéttbýliskjarninn á Ströndum. Saga þjónustu og verslunar er löng og nær allt aftur til ársins 1895, en talið er að verslun hafi verið stunduð á Hólmavík allt frá þeim tíma. Á Hólmavík má finna fjölbreytta þjónustu fyrir svæðið sem hefur skapað þorpinu og Strandabyggð vissa sérstöðu. Helstu atvinnuvegirnir eru verslun og þjónusta, sjávarútvegur og landbúnaður, sérstaklega sauðfjárbúskapur.

Árið 2014 skiluðu 132 lögaðilar á atvinnusvæðinu Strandir og Reykhólar framtölum. Er hér um aukningu að ræða frá árinu 2008, en þá voru lögaðilar 111. Flest þessara fyrirtækja eru í útgerð, eða 40, þar á eftir eru fyrirtæki í byggingarðinaði eða 15, og þar á eftir koma fyrirtæki í landbúnaði og fasteignaviðskiptum. Fyrirtæki sem reka gistiheimili og veitingahús eru 9 í hvorum flokki.

Sveitarfélagið er stærsti atvinnurekandinn í Strandabyggð og rekur grunnþjónustudeildir eins og; íþróttamiðstöð, áhaldahús, leikskóla, grunnskóla, tónskóla o.s.frv. Starfsmannafjöldi sveitarfélagsins er á bilinu 70 og 80 í um 40 stöðugildum. Aðrir stórir atvinnurekendur hafa verið Kaupfélag Steingrímsfjarðar (nú SAMKAUP) með um 32 starfsmenn og Hólmadrangur með um 25 starfsmenn, samkvæmt gögnum frá Vestfjarðastofu.

Auk þeirra vinnustaða sem hér hafa verið taldir upp má nefna:  Vegagerðina og Orkubúið sem hvoru tveggja eru mikilvægar rekstrareiningar og mikilvæg forsenda þess þjónustustigs sem boðið er upp á í Strandabyggð. Þá má ekki gleyma heilbrigðisstofnuninni, sýslumanninum á Vestfjörðum, Sparisjóði Strandamanna, Póstinum, Sjóvá, Trésmiðjunni Höfða, Café Riis, Strandagaldri auk fjölda verktaka og einstaklingsfyrirtækja.

Veittir eru verkefnastyrkir á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á þeim svæðum sem taka þátt. Sjá má yfirlit yfir veitta verkefnastyrki í öllum þátttökubyggðarlögum hér. Hér fyrir neðan má skoða yfirlit styrkja í Sterkar Strandir  í PDF skjali.

Verkefnisstjóri: Sigurður Líndal <sigurdurl@vestfirdir.is> .
Í verkefnisstjórn eru Sigríður Jónsdóttir fulltrúi Strandabyggðar,  Esther Ösp Valdimarsdóttir og Guðrún Ásla Atladóttir fulltrúar íbúa, Aðalsteinn Óskarsson og Magnea Garðarsdóttir frá Vestfjarðastofu og að lokum Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir fulltrúar Byggðastofnunar.

Hér má skoða gögn sem tengjast mótun verkefnisins og framvindu þess:

Sterkar Strandir - ársskýrsla 2023

Sterkar Strandir - ársskýrsla 2022

Sterkar Strandir - ársskýrsla 2021

Sterkar Strandir - skilaboð íbúaþings í júní 2020

Verkefnisáætlun fyrir Sterkar Strandir desember 2020

Sterkar Strandir - ársskýrsla 2020

Heildaryfirlit styrkja - Sterkar Strandir

 

Mynd: Frá Hólmavík / Kristján Þ. Halldórsson.

Uppfært 03.05.2024.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389