Fréttir
Stofnun Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn
26 maí, 2014
Í dag, föstudaginn 23. maí 2014, var haldinn stofnfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs, sem er sjálfseignarstofnun sem staðsett verður á Raufarhöfn. Stofnaðilar eru Byggðastofnun, Norðurþing og Náttúrustofa Norðausturlands.
Í tengslum við átaksverkefni Byggðastofnunar á Raufarhöfn, Brothættar byggðir, hefur síðasta árið verið unnið að stofnun rannsóknastöðvar á Raufarhöfn, með það að markmiði að nýta sérstöðu Melrakkasléttu til rannsókna og styrkja um leið byggð og innviði samfélagsins.
Lesa meira
Vegna fréttar í Fréttablaðinu 22. maí 2014
23 maí, 2014
Vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 22. maí undir fyrirsöginni „Öflug nettenging skilyrði lánveitingar“ vill Byggðastofnun taka fram að rangt er að stofnunin hafi sett slík skilyrði fyrir lánveitingu.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf
21 maí, 2014
Með breytingu á lögum nr. 116/2006 þann 25. júní 2013 samþykkti Alþingi að Byggðastofnun skuli hafa til ráðstöfunar aflaheimildir til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka aflaheimildir Byggðastofnunar um 1100 þorskígildistonn og tekur breytingin gildi á næsta fiskveiðiári (2014/2015). Byggðastofnun hefur mótað eftirfarandi viðmið um úthlutun veiðiheimilda samkvæmt þessari heimild.
Lesa meira
Byggðaráðstefna 2014
21 maí, 2014
Kallað er eftir erindum frá fræðimönnum, stefnumótendum og þeim sem vinna á vettvangi um stöðu og þróun byggðar almennt en þó sérstaklega um þemað Sókn Sjávarbyggða: Kemur framtíðin? Koma konurnar?
Sérstakar málstofur verða helgaðar þema ráðstefnunnar en viðfangsefni annarra málstofa mun ráðast af þeim erindum sem berast.
Lesa meira
Northern Periphery and Arctic 2014-2020
15 maí, 2014
Meginmarkmið Norðurslóðaáætlunar er að stuðla að bættu atvinnu- og efnahagslífi og að eflingu búsetuþátta með fjölþjóðlegu samstarfi. Áherslur áætlunarinnar eru á nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, endurnýjanlega orkagjafa og orkusparnað, verndun náttúru og menningar og hagkvæma nýtingu auðlinda á norðurslóðum. Þátttakendur geta m.a. verið fyrirtæki, sveitarfélög, ríkistofnanir, atvinnuþróunarfélög, mennta- og rannsóknarstofnanir og frjáls félagasamtök.
Lesa meira
Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum
7 maí, 2014
Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húsahitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og 351m3. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. apríl 2014.
Lesa meira
Íbúaþróun uppfærð
5 maí, 2014
Í nokkur ár hefur Byggðastofnun birt upplýsingar um íbúaþróun í sveitarfélögum landsins á myndrænann hátt á heimasíðu sinni. Nú hefur tölum vegna ársins 2014 verið bætt inn og nú hægt að sjá íbúaþróun frá 1998-2014.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember