Fara í efni  

Orkukostnaður heimila

Byggðastofnun hefur undanfarin ár fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. september ár hvert en við útreikningana er almenn rafmagnsnotkun og fastagjald tekin saman annarsvegar og hitunarkostnaður hins vegar. Kostnaðurinn er á ársgrundvelli og viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350m³. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu og 14.200 kWst með varmadælu. Nánari upplýsingar eru í skýrslunni Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2023.

Hér fyrir neðan er mælaborð sem sýnir orkukostnað aftur til ársins 2014 á verðlagi ársins 2023. Þegar músarbendill er færður yfir þéttbýlisstað á kortinu birtast auk orkukostnaðar upplýsingar um hvort húshitun sé með beinni rafhitun, hefðbundinni hitaveitu eða kyntri hitaveitu og hvaða veitur hafa sérleyfi þar.

- MYNDSKEIÐ UM NOTKUN MÆLABORÐSINS -

Smellið á "tableau" merkið neðst til vinstri í rammanum til að sjá mælaborðið stærra í sér glugga.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389