Græn lán
Græn lán
Byggðastofnun veitir lán til fjármögnunar atvinnuskapandi verkefna í landsbyggðunum. Græn lán eru veitt til verkefna sem með einum eða öðrum hætti stuðla að umhverfisvernd, s.s. nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa (smávirkjana, vatns-, vind- og sólarorku, lífgas...), bættrar orkunýtni (í iðnaði, húsnæði og í samgöngum), mengunarvarna, bættrar auðlindanotkunar (söfnun úrgangs, meðhöndlun, endurvinnsla, endurnotkun, orkuvinnsla, meðferð spilliefna), lífrænnar matvælaframleiðslu o.s.frv.
Ekki er lánað vegna viðskipta einkahlutafélags og eigenda þess eða vegna innbyrðis viðskipta hjóna eða sambýlisfólks.
Byggðastofnun er aðili að InvestEU ábyrgðakerfi Evrópska Fjárfestingasjóðsins (European Investment Fund). Græn lán falla undir ábyrgðakerfið og eru því auknar kröfur varðandi upplýsingagjöf.
Sækja má um grænt lán í þjónustugátt Byggðastofnunar hér.
Lánsfjárhæð | Hámarkslánveiting í samræmi við veð, greiðslugetu og lánareglur hverju sinni. |
Lánaskilmálar |
Lán í íslenskum krónum Lánstími allt að 25 ár ef um er að ræða fasteignaveð en styttri með veði í búnaði, þá er m.v. áætlaðan líftíma hans. Heimilt að greiða einungis vexti fyrstu þrjú árin þar sem við á. |
Vaxtakjör |
|
Tryggingar |
|
Hver getur sótt um? | Einstaklingar eða lögaðilar sem eru með verkefni sem með einum eða öðrum hætti stuðla að umhverfisvernd |
Til hvaða verkefna er lánað? |
Verkefnin skulu vera umhverfisvænni kostur en það sem fyrir er eða stuðla að umhverfisvernd. Þetta geta verið verkefni eins og:
|
Hver er kostnaðurinn? | 1,2% lántökugjald |
Hvernig á að sækja um? | Sótt er um lán í gegnum umsóknargátt á heimasíðu |
Hvaða gögnum þarf að skila? |
|