Fara í efni  

Græn lán

Græn lán

Byggðastofnun veitir lán til fjármögnunar atvinnuskapandi verkefna í landsbyggðunum. Græn lán eru veitt til verkefna sem með einum eða öðrum hætti stuðla að umhverfisvernd, s.s. nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa (smávirkjana, vatns-, vind- og sólarorku, lífgas...), bættrar orkunýtni (í iðnaði, húsnæði og í samgöngum), mengunarvarna, bættrar auðlindanotkunar (söfnun úrgangs, meðhöndlun, endurvinnsla, endurnotkun, orkuvinnsla, meðferð spilliefna), lífrænnar matvælaframleiðslu o.s.frv. 

Ekki er lánað vegna viðskipta einkahlutafélags og eigenda þess eða vegna innbyrðis viðskipta hjóna eða sambýlisfólks.

Byggðastofnun er aðili að InvestEU ábyrgðakerfi Evrópska Fjárfestingasjóðsins (European Investment Fund). Græn lán falla undir ábyrgðakerfið og eru því auknar kröfur varðandi upplýsingagjöf.

Sækja má um grænt lán í þjónustugátt Byggðastofnunar hér.

 

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389