Fréttir
Um 20% styrkja úr opinberum sjóðum til atvinnusköpunar kvenna
30 janúar, 2004
Byggðastofnun hefur lokið við skýrslu um skiptingu fjár úr opinberum sjóðum milli karla og kvenna. Í niðurstöðum kemur fram að
af úthlutuðum fjármunum þeirra sjóða sem skýrslan nær til runnu um 20% til atvinnusköpunar kvenna á árabilinu 1997-2002.
Lesa meira
Hlutverk Byggðastofnunar í átaki til nýsköpunar á landsbyggðinni
15 janúar, 2004
Í upphafi síðasta árs ákvað ríkisstjórnin sérstaka 700 milljóna króna fjárveitingu til
atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Verkefni þessu var skipt í 3 flokka og var Byggðastofnun falið að annast framkvæmd tveggja
þeirra. Í fyrsta lagi var stofnunni heimilað að fjárfesta í álitlegum sprotafyrirtækjum og fyrirtækjum í skýrum vexti. Til
þessa hluta voru veittar 350 milljónir króna. Í öðru lagi var svo Byggðastofnun falið að hafa frumkvæði um rekstur vel mótaðra
stuðningsverkefna sem væru til þess fallin að efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. Til þessa hluta var veitt 150
milljónum króna.
Lesa meira
Byggðastofnun kaupir eignarhluti í fyrirtækjum á landsbyggðinni fyrir 350 milljónir króna
12 janúar, 2004
Byggðastofnun hefur ákveðið kaup á eignarhlutum í 23 sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á landsbyggðinni fyrir samtals um 350
milljónir króna. Um er að ræða lið í átaki sem ríkisstjórnin samþykkti að hrinda í framkvæmd í febrúar
á síðasta ári en þá var ákveðið að verja 700 milljónum króna til atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni
og var Byggðastofnun fengið það verkefni að úthluta 500 milljónum af þessum fjármunum. Í apríl sl. var auglýst eftir
umsóknum um 350 milljónir í hlutafjárkaupum og var atvinnulífið flokkað í þrjá flokka, þ.a. sjávarútveg og tengdar
greinar, iðnað, upplýsingatækni, líftækni, landbúnað og tengdar greinar og loks var þriðji flokkurinn ferðaþjónusta og tengdar
greinar.
Lesa meira
Þorvaldur T. Jónsson tekur sæti í stjórn Byggðastofnunar
6 janúar, 2004
Þorvaldur Tómas Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Borgarfirði og rekstrarráðgjafi, hefur verið skipaður í stjórn
Byggðastofnunar frá 1. janúar sl. í stað Elísabetar Benediktsdóttur. Elísabet tók nýverið við starfi forstöðumanns
Íslandsbanka á Reyðarfirði.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember