Fara í efni  

Veittir verkefnastyrkir

Hvert þátttökubyggðarlag fær tiltekna upphæð árlega til að styðja frumkvæðisverkefni íbúa. Verkefnisstjórn úthlutar fjármununum. Fjármagni er einungis úthlutað til verkefna er styðja framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins í viðkomandi byggðarlagi.

Hér fyrir neðan er yfirlit styrktra verkefna í Brothættum byggðum og hafa þeir styrkir orðið mörgum einstaklingum og félögum hvatning til að hrinda áhugaverðum hugmyndum í framkvæmd í þátttökubyggðarlögunum, jafnt atvinnu- sem samfélagstengdum verkefnum. Jafnframt hafa þessir styrkir hvatt nokkra styrkþega til að sækja um í aðra sjóði með ágætum árangri, svo sem Uppbygginarsjóði. Dæmi eru um að úr verkefnunum hafi sprottið áhugaverð ný fyrirtæki og atvinnutækifæri. Rétt er að benda á að neðangreindar heildarfjárhæðir í hverju byggðarlagi innihalda í einhverjum tilvikum endurúthlutun styrkfjár sem ekki hefur nýst í verkefnum fyrri ára.

 

Yfirlit styrkja

Áfram Árneshreppur 

Betri Bakkafjörður

Bíldudalur - samtal við framtíðina

Betri Borgarfjörður

Breiðdælingar móta framtíðina

DalaAuður

Glæðum Grímsey

Hrísey, perla Eyjafjarðar

Raufarhöfn og framtíðin

Skaftárhreppur til framtíðar

Sterkar Strandir

Sterkur Stöðvarfjörður

Öll vötn til Dýrafjarðar

Öxarfjörður í sókn

 

Uppfært 3. maí 2024.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389