Fréttir
Starf verkefnisstjóra í samstarfsverkefni um byggðaþróun á Raufarhöfn framlengt.
28 febrúar, 2014
Ákveðið hefur verið að framlengja ráðningartímabil verkefnisstjóra Byggðastofnunar í samstarfsverkefni um byggðaþróun á Raufarhöfn um fjóra mánuði, það er til 30. júní nk.
Lesa meira
Grjót mótað í Heimskautsgerðið á Raufarhöfn
21 febrúar, 2014
Um síðastliðin mánaðamót hófst á ný vinna við Heimskautsgerðið á Raufarhöfn eftir nokkurt hlé. Í fyrstu er unnið að því að kljúfa bergið í námunni og móta steina í Austur- og Vesturhlið gerðisins og í framhaldi af því verður hafist handa við að reisa hliðin. Einnig er í þessari lotu áætlað að móta steina og reisa hluta af skúlptúrum er standa eiga innan gerðisins. Vinnan við verkið í vetur er fjármögnuð með styrk sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti til verksins í úthlutun á vordögum 2013 og skiptir sá styrkur sköpum varðandi framvindu uppbyggingar gerðisins.
Lesa meira
Frestun fundar á Breiðdalsvík
19 febrúar, 2014
Í ljósi slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta eftirfylgnifundi í verkefninu „Breiðdælingar móta framtíðina“ sem halda átti á Hótel Bláfelli annað kvöld, fimmtudag. Það er nauðsynlegt að öll verkefnisstjórnin geti mætt á fundinn og okkur þykir áhættan full mikil þar sem sumir eru að ferðast um langan veg, ýmist akandi eða með flugi.
Lesa meira
Íbúafundur á Breiðdalsvík næsta fimmtudagskvöld
18 febrúar, 2014
Fimmtudagskvöldið, 20. febrúar er boðið til opins íbúafundar á Breiðdalsvík í tengslum við verkefnið „Breiðdælingar móta framtíðina“, sem er eitt af fjórum verkefnum í svokölluðum „Brothættum byggðum“ á vegum Byggðastofnunar, í samstarfi við stofnanir og íbúa heima fyrir.
Lesa meira
Íbúaþingi í Skaftárhreppi fylgt eftir
17 febrúar, 2014
Skaftárhreppur, Byggðastofnun, SASS, fyrirtæki, frumkvöðlar og íbúar fylgja nú eftir skilaboðum íbúaþings sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri í október síðastliðnum. Á íbúafundi sem haldinn var 6. febrúar kom fram að verið er að leita lausna til að bæta netsamband, auka framboð á íbúðarhúsnæði, stuðla að nýsköpun í atvinnulífi og þoka ýmsum fleiri málum áfram. Fulltrúar Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, SASS og íbúa, greindu frá stöðu helstu mála, en Skaftárhreppur er eitt af fjórum byggðarlögum þar sem Byggðastofnun vinnur verkefnið „Brothættar byggðir“ í samstarfi við íbúa og stofnanir heima fyrir.
Lesa meira
Áhöfnin á Húna hlýtur Eyrarrósina 2014
15 febrúar, 2014
Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á starfssvæði Byggðarstofnunnar, var afhent í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag að viðstöddum forseta Íslands og forsetafrú. Það var Dorrit Moussaief forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti viðurkenninguna í Skaftfelli á Seyðisfirði en Skaftfell er handahafi Eyrarrósarinnar 2013.
Lesa meira
Átt þú rétt á flutningsjöfnunarstyrk?
10 febrúar, 2014
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um flutningsjöfnunarstyrk vegna kostnaðar við flutning árið 2013 en umsóknarfrestur er til 31. mars. Þeir sem rétt hafa á að sækja um eru einstaklingar eða lögaðilar sem stunda framleiðslu á vöru sem fellur undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokunarinnar. Þá þarf flutningsvegalengd á markað eða að útflutningshöfn að vera að lágmarki 245 km frá framleiðslustað.
Lesa meira
Íbúaþing – hvað svo? Íbúafundur í Skaftárhreppi
3 febrúar, 2014
Fimmtudagskvöldið 6. febrúar er boðið til opins íbúafundar í Skaftárhreppi til að fylgja eftir íbúaþingi sem haldið var í sveitarfélaginu í október síðastliðnum.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember