Fréttir
Forstöðumannaskipti á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar
28 október, 2016
Í dag er síðasti vinnudagur Elínar Gróu Karlsdóttur forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar. Elín Gróa var ráðinn til starfa sem sérfræðingur á fyrirtækjasvið Byggðastofnunar í desember 2007, og síðan sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs í október 2012. Sem forstöðumaður fyrirtækjsviðs hefur hún haft umsjón með útlánastarfsemi Byggðastofnunar og innleitt þar breytingar á mörgum sviðum í takt við þarfir viðskiptavina stofnunarinnar og atvinnulífs landsbyggðanna. Þá hefur hún ekki síst beitt sér fyrir því að kynjasjónarmið vega nú æ þyngra í útlánum stofnunarinnar.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar – boð um samstarf
25 október, 2016
Á grundvelli reglugerðar nr. 643/2016 auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri í Ísafjarðarbæ, á Raufarhöfn í Norðurþingi og Breiðdalsvík í Breiðdalshreppi.
Lesa meira
Ársskýrsla AVS sjóðsins er komin út
12 október, 2016
Ársskýrsla AVS sjóðsins fyrir árið 2015 hefur verið tekin saman og hana má nálqst hér. Skýrslan verður aðeins aðgengileg á rafrænu formi eins og undanfarin ár.
Lesa meira
Dreifing nautgripabúa á Íslandi
11 október, 2016
Í framhaldi af samantekt á fjölda og dreifingu sauðfjár á Íslandi sem kom út í júlí síðastliðnum og breytingum á starfsumhverfi landbúnaðarins þótti rétt að kortleggja nautgriparækt á Íslandi á sama hátt.
Lesa meira
Tillögur í byggðaáætlun 2017-2023
11 október, 2016
Vel hefur verið tekið undir óskir um að einstaklingar geri tillögur fyrir byggðaáætlunina hér á vefsvæði Byggðastofnunar. Tillögurnar má sjá í tillögusafninu, hér, og hér má gera tillögu og senda til Byggðastofnunar. Opið verður fyrir aðsendar tillögur einstaklinga fram til hádegis mánudaginn 17. október.
Lesa meira
Fundir í samráðsvettvöngum landshlutanna
10 október, 2016
Í október hefur starfsfólk Byggðastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fundað með samráðsvettvöngum fyrir sóknaráætlanir landshlutanna um mótun byggðaáætlunar 2017-2023. Á fundunum hefur staða verksins verið kynnt, aðsendar tillögur og tillögur sem í vinnslu eru á Byggðastofnun. Síðan hafa farið fram umræður um áherslumál og tillögur fyrir byggðaáætlunina. Glærur sem Byggðastofnun hefur sýnt á fundunum má sjá á hér.
Lesa meira
Forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar
4 október, 2016
Fyrir skömmu var auglýst starf forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar. Alls bárust 20 umsóknir og hefur Arnar Már Elíasson verið ráðinn í starfið. Arnar Már hefur mikla reynslu af banka og útlánastarfsemi. Hann er fæddur árið 1979 og hefur frá árinu 2009 starfað hjá Íslandsbanka og þar áður sem lánastjóri og fyrirtækjafulltrúi hjá SPRON frá árinu 2004. Hann er með B.A gráðu í hagfræði frá Winthrop University í Bandaríkjunum. Í starfi sínu hjá Íslandsbanka er hann viðskiptastjóri í útibúi bankans í Hafnarfirði. Þar veitir hann fyrirtækjasviði forstöðu auk þess að vera staðgengill útibússtjóra.
Lesa meira
Tilkynning um forval - Lokað alútboð
4 október, 2016
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Byggðastofnunar, hér eftir nefndur verkkaupi, auglýsir eftir verktaka til að taka þátt í fyrirhuguðu lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á skrifstofuhúsnæði á Sauðárkróki. Hér er um að ræða forval, þar sem þátttakendur verða valdir með tilliti til hæfni og reynslu. Leitað er að verktaka, sem getur tekið að sér að hanna og byggja skrifstofubygginguna, samkvæmt forsögn, sem gefin verður út síðar sem hluti útboðsgagna.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember