Byggðaáætlun 2014-2017
Alþingi samþykkti þann 12. maí 2014 þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun 2014-2017 sem byggðamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði fram í desember 2013.
Í meðferð þingsins var tillögunni vísað til atvinnuveganefndar sem gerði tillögur um breytingar og viðbætur.
- Þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 (ensk útgáfa)
- Nefndarálit atvinnuveganefndar
- Breytingatillaga atvinnuveganefndar
- Þingsályktunartillagan með athugasemdum
- Þingsályktunin - samþykkt 12. maí 2014
Þingsályktunin, Byggðaáætlun 2014-2017, felur í séráherslubreytingar frá Byggðaáætlun 2010-2013, meiri áhersla er á dreifbýli, úrbætur í fjarskiptum, orkuflutning og afhendingaröryggi, brothætt byggðarlög og samgöngur og stækkun þjónustu- og vinnusóknarsvæða. Þá er áhersla á stuðning við einstaklinga, fyrirtæki og nýsköpun og vaxtargreinar. Þá má nefna áherslu á skilvirkt stoðkerfi atvinnuþróunar og á dreifingu opinberra starfa og stefnumótun um opinbera þjónustu. Í áætluninni eru tilgreind tímamörk, ábyrgðar- og samstarfsaðilar fyrir hverja aðgerðartillögu ásamt kostnaðaráætlun. Loks má nefna áherslu sem birtist í breytingatillögu atvinnuveganefndar Alþingis um stuðning við uppbyggingu skógarauðlindar.
Umræður á Alþingi um þingsályktunartillöguna og afgreiðslu hennar má nálgast hér.
Fylgirit Byggðastofnunar með þingsályktunartillögunni, Stöðugreining 2013, er að finna hér.