Fara í efni  

Fréttir

Norðuslóðaáætlunin veitir 56 milljónir evra samstarfsverkefni

Á næstu sex árum mun Norðurslóðaáætlunin (Northern Periphery and Arctic Programme, NPA) veita um 56 milljónir € til samstarfsverkefna um 8,6 milljörðum íslenskra króna.  Þátttaka íslenskra aðila er styrkt með fjármunum úr Byggðáætlun fyrir árin 2014-2017 og áætlað er að veita um 1,8 milljónir € eða um 279 milljónum króna til að styrkja íslenska verkefnaþátttöku.

Þátttökulönd og starfsvæði áætlunarinnar má sjá á kortinu hér til hliðar, en auk þess hafa aðilar frá norðvesturhluta Rússlands og Kanada þátttökurétt.

Ýmsir aðilar geta tekið þátt í NPP verkefnum svo sem sveitarfélög, félagasamtök, ríkisstofnanir, atvinnuþróunarfélög, fyrirtæki, háskólar og rannsóknarstofnanir. Þátttaka í einstökum verkefnum getur verið blönduð milli þessara aðila og sérstök áhersla er lögð á samstarf atvinnulífs, háskóla, rannsóknarstofnana og svæða. Í hverju verkefni þurfa að vera samstarfsaðilar frá a.m.k. þremur löndum, þar af verður eitt þeirra að vera aðildarríki Evrópusambandsins.

Meginmarkmið Norðurslóðaáætlunarinnar er að stuðla að bættu atvinnu- og efnahagslífi með því að efla skapandi hæfni og getu til að framkvæma nýjar hugmyndir og lausnir þannig að búsetuskilyrði verði fyrsta flokks; að á norðurslóðum verði gott að;  búa, starfa, sækja sér menntun, heimsækja og þar séu áhugaverðir fjárfestingakostir.

Áherslur Norðurslóðaáætlunarinnar eru fjórar og innan þeirra eru sex forgangsverkefni.

  1. Nýsköpun sem tæki til að halda upp og þróa öflug og samkeppnishæf samfélög.
     - Aukin nýsköpun og flutningur nýrrar tækni til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
     - Aukin nýsköpun í opinberri þjónustu á strjálbýlum svæðum.
  2. Að hvetja til frumkvöðlastarfs sem ætlað er að nýta þá möguleika sem felast í samkeppnisforskoti norðurslóðasvæðisins.
     - Aukinn fjöldi og betra árangurshlutfall sprotafyrirtækja á strjálbýlum svæðum.
     - Að lítil og meðalstór fyrirtæki á strjálbýlum svæðum nái betur inn á markaði utan heimamarkaðar.
  3. Að hlúa að orkuöryggi samfélaga með því að hvetja til orkusparnaðar og notkunar endurnýjanlegrar orku.
     - Aukin notkun orkusparandi úrræða og endurnýjanlegrar orku við húshitun.
  4. Að vernda og nýta menningarlega og náttúrulega arfleið og koma henni á framfæri.
     - Auka getu strjálbýlla svæða til að takast á við meiriháttar félagslegar, efnahagslegar og umhverfislegar breytingar.

Mikilvægt er að verkefnin skili af sér afurð, vöru og/eða þjónustu sem eru til þess fallin að bæta atvinnulíf, búsetuþætti og/eða auka öryggi íbúa á norðurslóðum. 

Á fyrsta umsóknarfresti bárust 20 umsóknir og þar af voru 15 umsóknir með íslenskri þátttöku. Heildarkostnaður verkefna með íslenskri þátttöku er 24,5 milljónir € (~3,77 milljarðar ISK) og þar af er hlutur íslenskra þátttakenda 2,5 milljónir € (~396,4 milljónir ISK).

Mikill áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja, stofnana og opinberra aðila að taka þátt í Norðurslóðaverkefnum en ljóst er að þeir fjármunir sem Ísland hefur til ráðstöfunar duga ekki til að veita öllum verkefnunum á fyrsta umsóknarfresti brautargengi.

Svæðisráðgjafanefndir í hverju þátttökulandi meta umsóknir sem og starfsfólk áætlunarinnar í Kaupmannahöfn.  Ákvörðun um verkefnastuðning Norðurslóðaáætlunarinnar er að vænta 10. febrúar 2015.

Opnað verður fyrir annan umsóknarfrest 5. janúar en frestur til að skila inn umsóknum er til 10. apríl 2015.  Einnig verður opnað fyrir forverkefnisumsóknir í byrjun árs 2015, hámarksstærð forverkefna er 45.000 evrur.  Stuðningur við íslenska þátttakendur er að hámarki 60% af heildarkostnaði forverkefnis.  Í forverkefnisumsóknum þurfa að vera að lágmarki tveir samstarfsaðilar.  Tilgangur forverkefna er að vinna að verkefnishugmyndinni, afla samstarfsaðila, tryggja fjármögnun og skila inn aðalumsókn til NPA.

Nánari upplýsingar um NPA 2014-2014 eru  hér og á heimasíðu áætlunarinnar 

Tengiliður Norðurslóðaáætlunarinnar á Íslandi er Sigríður Elín Þórðardóttir sigridur@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389