Sóknaráætlanir
Sóknaráætlanir landshluta eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í þeim koma fram stöðumat viðkomandi landshluta, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Í sóknaráætlunum landshluta er mælt fyrir um svæðisbundnar áherslur sem taka mið af meginmarkmiðum byggðaáætlunar, landsskipulagsstefnu, skipulagsáætlunum, menningarstefnu og, eftir atvikum, annarri opinberri stefnumótun. Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál styður landshlutasamtök sveitarfélaga við gerð sóknaráætlana og samninga milli landshlutasamtaka sveitarfélaga og ráðuneyta.
Sóknaráætlanir eru unnar í samvinnu við samráðsvettvang viðkomandi landshluta sem er samstarfsvettvangur eftirtalinna aðila:
- sveitarfélaga
- ríkisstofnana
- atvinnulífs
- menningarlífs
- fræðasamfélags
- annarra haghafa í hverjum landshluta
Byggðastofnun og stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál bera ábyrgð á mati á framvindu sóknaráætlana og eftirliti með fjárreiðum þeirra.
Hér fyrir neðan má sjá núgildandi sóknaráætlanir fyrir árin 2020-2024:
- Sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024
- Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024
- Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024
- Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024
- Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024
- Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024
- Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024
- Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024
Hér fyrir neðan má sjá sóknaráætlanir sem voru í gildi 2015-2019:
- Sóknaráætlun Suðurnesja
- Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins
- Sóknaráætlun Vesturlands
- Sóknaráætlun Vestfjarða
- Sóknaráætlun Norðurlands vestra
- Sóknaráætlun Norðurlands eystra
- Sóknaráætlun Austurlands
- Sóknaráætlun Suðurlands
Greinargerðir um framvindu sóknaráætlana
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál tekur árlega saman greinargerð um framvindu samninganna og ráðstöfun fjármuna þeirra í samræmi við ákvæði laga um byggðaáætlun og sóknaráætlanir. Í greinargerðinni er greint frá sóknaráætlunum, ráðstöfun fjárframlaga til samninganna og framkvæmd sóknaráætlana fyrir hvert ár. Einnig er greint frá hlutverki og samsetningu samráðsvettvanga landshluta og listuð upp áhersluverkefni og dæmi um verkefni uppbyggingarsjóða landshluta. Byggt er á upplýsingum úr greinargerðum landshlutasamtaka sveitarfélaga sem skilað er í febrúar ár hvert til stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.
Árlegar greinargerðir um framvindu samninga og ráðstöfun fjármuna
- Greinargerð 2023
- Greinargerð 2022
- Greinargerð 2021
- Greinargerð 2020
- Greinargerð 2015 - 2019
- Greinargerð 2018
- Greinargerð 2017
- Greinargerð 2016
- Greinargerð 2015