Mat á framkvæmd og framvindu Brothættra byggða
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) réði Ernst og Young ehf. (EY) til þess að meta framkvæmd og áhrif af verkefninu Brothættar byggðir (BB). BB er hluti byggðaáætlunar en Byggðastofnun ber ábyrgð á framkvæmd og útfærslu verkefnisins. EY skilaði lokaskýrslu um mat á framkvæmd og framvindu BB í mars 2015. Skýrsluna má skoða á tengli hér neðar.
Mat á framkvæmd og framvindu BB. Áhrifamat brothættra byggða. Lokaskýrsla mars 2015.
Í ársbyrjun 2023 réði Byggðastofnun KPMG til að framkvæma áhrifamat á byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir. Niðurstöður voru kynntar á afmælismálþingi verkefnisins sem haldið var á Raufarhöfn 5. okt. 2023 og lokaskýrslu var skilað í lok október 2023. Skýrsluna má skoða á tengli hér neðar.
Brothættar byggðir. Áhrifamat. Ráðgjafasvið KPMG okt. 2023.
Viðhorfakönnun var lögð fyrir, í lok árs 2023, meðal styrkþega í Brothættum byggðum í þátttökubyggðarlögum á árabilinu 2020-2023. Niðurstöður eru birtar í eftirfarandi kynningu.
Viðhorfakönnun meðal styrkþega í Brothættum byggðum í lok árs 2023.
Uppfært 15.04.2024.