Fara í efni  

Erlend lán

Erlend lán

Byggðastofnun veitir lán til fjármögnunar atvinnuskapandi verkefna í landsbyggðunum. Stofnunin veitir lán í EUR og USD til verkefna sem hafa tekjur í þeirri mynt sem lánið er veitt í.

Sækja má um erlent lán í þjónustugátt Byggðastofnunar hér.

Lánsfjárhæð Hámarkslánveiting í samræmi við veð, greiðslugetu og lánareglur hverju sinni.
Lánaskilmálar 

Lán í EUR eða USD

Lánstími allt að 20 ár ef um er að ræða fasteignaveð en styttri með veði í búnaði, þá er m.v. áætlaðan líftíma hans.

Vaxtakjör
  • SOFR + 4,5%
  • ESTR + 4,5%
Tryggingar 
  • Allt að 75% af verðmæti fasteigna/jarða/lóða
  • Allt að 50% af verðmæti véla og tækja
  • Allt að 60% af verðmæti skipa með kvóta
Hver getur sótt um?  Einstaklingar eða lögaðilar sem stefna á uppbyggingu atvinnulífs í landsbyggðunum eða eru í atvinnustarfsemi á því svæði. Gerð er krafa um að tekjur verkefnisins séu í erlendri mynt.
Til hvaða verkefna er lánað? 

Lánin eru ætluð til að efla atvinnulíf í landsbyggðunum, verkefni sem falla undir lánaflokkinn eru m.a.:

  • Ferðaþjónusta
  • Iðnaður
  • Verslunarrekstur
  • Þjónustustarfsemi
Hver er kostnaðurinn? 1,2% lántökugjald
Hvernig á að sækja um?  Sótt er um lán í gegnum umsóknargátt á heimasíðu 
Hvaða gögnum þarf að skila?
  • Rekstraráætlun
  • Greinargerð um reksturinn/verkefnið
  • Ársreikningar eða skattframtal
  • Sýna þarf fram á að nægt eiginfjárframlag sé til verkefnisins
  • Önnur gögn sem lánasérfræðingur óskar eftir 

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389