Reykhólahreppur
Reykhólahreppur
Um byggðarlagið:
Náttúra, samfélag og tækifæri
Reykhólahreppur er staðsettur í hjarta Vestfjarða, þar sem náttúra, samfélag og tækifæri mætast. Svæðið er þrungið af sögu, einstakri náttúrufegurð, með gróskumiklum fjörðum, tignarlegum fjöllum og ám sem skapa fullkomna umgjörð fyrir útivist og náttúruupplifanir.
Brothættar byggðir – verkefni til framtíðar
Reykhólahreppur hóf göngu sína í verkefnið Brothættar byggðir í byrjun árs 2025. Markmið verkefnisins er að styrkja byggðina, efla atvinnulíf og skapa spennandi tækifæri fyrir íbúa, gesti og framtíðarkynslóðir.
Saga og þjóðsögur
Reykhólahreppur er í Austur- Barðastrandarsýslu og hefur sterka tengingu við íslenska sögu og þjóðsagnir, m.a. tengingu við Gretti sterka.
Íbúafjöldi og samsetning
Sveitarfélagið telur um 255 íbúa, þar af eru 228 íslenskir ríkisborgarar og 27 af erlendu bergi brotnir (skv. Hagstofu Íslands 1. janúar 2025). Tæpur helmingur íbúa býr í þorpinu og rúmur helmingur í sveitinni. Hlutfall barna og unglinga miðað við mannfjölda er ágætt, sem gefur góð fyrirheit um framtíð samfélagsins í Reykhólahreppi.
Helstu atvinnugreinar
Í Reykhólahreppi hefur atvinnulífið snúist fyrst og fremst um sjávarútveg og landbúnað en á seinni árum hefur iðnaður verið vaxandi atvinnugrein. Sauðfjárrækt er ein af helstu greinum landbúnaðar í hreppnum, landbúnaður í allri sinni mynd er lykilatriði í íslenskri matvælaframleiðslu og samfélaginu mikilvægur.
Stærstu vinnuveitendur
Stærstu vinnuveitendur í Reykhólahreppi eru sveitarfélagið sjálft, með stóran vinnustað sem er Reykhólaskóli (sameinaður grunn-, leik- og tónlistaskóli) og Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð. Þörungaverksmiðjan er næst stærsti vinnuveitandi í Reykhólahreppi.
Náttúruauðlindir og sjálfbærni
Reykhólahreppur býður upp á mörg tækifæri í atvinnulífi og nýsköpun. Svæðið er ríkt af náttúruauðlindum sem geta stuðlað að sjálfbærri orkuvinnslu og umhverfisvænni þjónustu.
Ferðaþjónusta
Fjölmörg tækifæri tengd ferðaþjónustu eru til staðar, þar sem gestir geta upplifað kyrrð, frið og fagurt landslag. Flatey hefur sérstaka stöðu innan hreppsins og laðar að sér fjölda ferðamanna á hverju ári. Á árinu 2024 komu 18 skemmtiferðaskip í höfnina í Flatey og eftirspurn eftir komu í Reykhólahöfn hefur einnig komið upp á borð.
Bætt aðstaða og þjónusta
Til framtíðar eru áform um að bæta aðstöðu og þjónustu fyrir gesti, efla samgöngur og tengingar við umheiminn, styðja við nýsköpun og atvinnuþróun ásamt því að efla og þróa ferðaþjónustu og skapa aukin tækifæri til afþreyingar fyrir gesti.
Verkefnisstjóri og fulltrúar í verkefnisstjórn
Verkefnisstjóri: Embla Dögg Bachmann (embla@vestfirdir.is)
Fulltrúar verkefnisstjórnar: Hrefna Jónsdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar; Aðalsteinn Óskarsson, fulltrúi Vestfjarðastofu; Vésteinn Tryggvason og Guðlaug Guðmunda I. Bergsveinsdóttir, fulltrúar íbúa; Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir, fulltrúar Byggðastofnunar.
Texti: Embla Dögg
Hér má skoða gögn um verkefnið og framvindu þess:
Facebook síða verkefnisins
Mynd: Reykhólar séð frá Skarðsströnd / Kristján Þ. Halldórsson.
Uppfært 19.02.2025.