Fara í efni  

Átthagafjárfestar

Byggðastofnun vinnur að eflingu átthagafjárfesta í landsbyggðunum með það að markmiði að í hverjum landshluta verði starfandi öflugur átthagafjárfestir sem styður við eflingu atvinnulífs á svæðinu. Þessi félög eru að meirihluta í eigu heimamanna sem bera hag síns nærumhverfis fyrir brjósti og þekkja það best. Byggðastofnun er minnihlutaeigandi sem kemur að félögunum með fjármagn og sérfræðiþekkingu. Þetta hefur reynst mikilvægur hluti af atvinnuuppbyggingu til viðbótar við lánveitingar stofnunarinnar. Unnið verður markvisst að því að styðja betur við félögin og leita leiða til að efla þau, m.a. með auknu hlutafjárframlagi að upphæð allt að 100 m.kr. á árinu 2024.

 

 

 

Ámundakinn ehf - Norðurland vestra

Tilgangur félagsins er eignaumsýsla, kaup og sala fasteigna og lausafjármuna, útleiga eigna, fjárfesting í hlutabréfum og verðbréfum, lánastarfsemi og annar rekstur. Félagið er rekið á grundvelli arðsemissjónarmiða og aðal starfssvæði þess er Norðurland vestra.

Framkvæmdastjóri: Jóhannes Torfason, netfang: torfa@simnet.is

Eignarhaldsfélag Suðurnesja - Suðurnes 

Tilgangur Eignarhaldsfélags Suðurnesja er að taka þátt í stofnun og starfsemi annarra félaga sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónarmiða, fela í sér nýmæli í atvinnulífi og eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Eignarhaldsfélagið fjárfestir í hlutabréfum slíkra félaga eða í skuldabréfum, sem breyta má í hluti í þeim. Fjárfestingar eru í samræmi við fyrirfram mótaða fjárfestingarstefnu sem hefur fagleg vinnubrögð, arðsemi fjárfestinga og áhættudreifingu að leiðarljósi. Tilgangur félagsins er jafnframt öll önnur starfsemi sem nauðsynleg telst til að ná ofangreindum markmiðum og er í samræmi við gildandi lög, þar með talið að kaupa og reka fasteignir eða aðrar eignir og taka þátt í öðrum aðgerðum sem stuðlað geta að arðbærum atvinnurekstri sunnlenskra fyrirtækja.

Heimasíða: sss.is/verkefni/eignarhaldsfelag-sudurnesja/

Framkvæmdastjóri: Snjólaug Jakobsdóttir, netfang: snjolaug@sss.is, símanr: 420-3285

Eignarhaldsfélag Suðurlands hf - Suðurland

Tilgangur félagsins er að taka þátt í stofnun og starfsemi annarra félaga sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónarmiða, fela í sér nýmæli í atvinnulífi og eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á Suðurlandi. Félagið fjárfestir í hlutabréfum slíkra félaga eða í skuldabréfum, sem breyta má í hluti í þeim. Fjárfestingar eru í samræmi við fyrirfram mótaða fjárfestingarstefnu sem hefur fagleg vinnubrögð, arðsemi fjárfestinga og áhættudreifingu að leiðarljósi. Tilgangur félagsins er jafnframt öll önnur starfsemi sem nauðsynleg telst til að ná ofangreindum markmiðum og er í samræmi við gildandi lög, þar með talið að kaupa og reka fasteignir eða aðrar eignir og taka þátt í öðrum aðgerðum sem stuðlað geta að arðbærum atvinnurekstri sunnlenskra fyrirtækja.

Heimasíða: www.efs.is

Framkvæmdastjóri: Bjarni Guðmundsson, netfang: bjarni@sudurland.is

Fjárfestingafélagið Hvammur ehf - Dalabyggð og Reykhólahreppur

Tilgangur félagsins er að efla og styðja við uppbyggingu atvinnulífs á starfssvæði þess sem átthagafjárfestis með arðsemismarkmið í huga. Stuðningurinn getur verið í formi hlutafjárkaupa eða lánveitinga bæði til nýrra fyrirtækja og fyrirtækja sem nú þegar eru í rekstri á svæðinu.

Heimasíða: www.fhvammur.is

Framkvæmdastjóri: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, netfang: inga@dalir.is

Fjárfestingafélagið Vör hf - Austurland

Tilgangur félagsins er að taka þátt í stofnun og starfsemi annarra félaga sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónarmiða og fela í sér nýmæli í atvinnulífi, eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á tilteknum svæðum eða veita þjónustu sem felur í sér umtalsverðan ávinning fyrir atvinnulíf og atvinnuþróun. Félagið fjárfestir í hlutabréfum slíkra félaga eða í skuldabréfum, sem breyta má í hluti í þeim, í samræmi við fyrir fram mótaða fjárfestingastefnu sem hefur fagleg vinnubrögð, arðsemi fjárfestinga og áhættu dreifingu að leiðarljósi.  Tilgangur félagsins er jafnframt öll önnur starfsemi sem nauðsynleg telst til að ná ofangreindum markmiðum og er í samræmi við gildandi lög.

Framkvæmdastjóri: Gunnþór Ingvason, netfang: gi@svn.is

Hvetjandi - Vestfirðir

Tilgangur félagsins er að taka þátt í stofnun og starfsemi annarra félaga sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónarmiða, fela í sér nýmæli í atvinnulífi og/eða eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Félagið fjárfestir í hlutabréfum slíkra félaga eða í skuldabréfum sem breyta má í hluti í þeim. Fjárfestingar eru í samræmi við fyrirfram mótaða fjárfestingastefnu sem hefur fagleg vinnubrögð, arðsemi fjárfestinga og áhættudreifingu að leiðarljósi. Tilgangur félagsins er jafnframt öll önnur starfsemi sem nauðsynleg telst til að ná ofangreindum markmiðum og er í samræmi við gildandi lög.

Heimasíða: www.hvetjandi.is

Framkvæmdastjóri: Neil Shiran Þórisson, netfang: formadur@hvetjandi.is

 

 

 

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389