Fréttir
Tvö störf laus til umsóknar hjá Byggðastofnun
Vegna aukinna verkefna óskar Byggðastofnun eftir að ráða sérfræðinga á fyrirtækja- og rekstrarsvið stofnunarinnar.
Sérfræðingur á fyrirtækjasviði
Meginverkefni sérfræðings á fyrirtækjasviði er greining lánsbeiðna og samskipti við viðskiptavini.
Helstu verkefni
- Mat á lánsumsóknum og greiningarvinna fyrir lánanefnd og stjórn Byggðastofnunar
- Skjalagerð í tengslum við útlánastarfsemina
- Upplýsingasöfnun, skýrsluskrif og önnur verkefni á sviði atvinnu – og byggðaþróunar
- Stjórnarseta í fyrirtækjum sem Byggðastofnun á hlut í
- Samskipti við viðskiptavini Byggðastofnunar og aðrar lánastofnanir
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskipta eða hagfræði, eða önnur sambærileg menntun og víðtæk þekking á íslensku atvinnulífi og samfélagi.
- Reynsla af starfi hjá fjármálafyrirtæki æskileg en ekki skilyrði
- Hæfni í lestri og greiningu ársreikninga og annarra fjárhagsupplýsinga.
- Reynsla af greiningarvinnu og mjög góð greiningarhæfni
- Góð færni í að tjá sig í rituðu og töluðu máli
- Nákvæm og öguð vinnubrögð og hæfni til að vinna undir álagi.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi ásamt hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veitir Elín Gróa Karlsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs í síma 455 5400, 861 9568 eða á netfangið elin@byggdastofnun.is
Sérfræðingur á rekstrarsviði
Meginverkefni sérfræðings á rekstrarsviði eru:
Helstu verkefni
- Umsjón með flutningsjöfnunarstyrkjum
- Skýrslugerð til Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands
- Yfirferð á verkefnum íslenskra þátttakenda í Norðurslóðaáætluninni (NPA)
- Færsla fjárhagsbókhalds
- Leysir aðalbókara og launafulltrúa af í forföllum
Hæfniskröfur
- Háskólapróf í viðskiptafræði, rekstrarfræði, viðskiptalögfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking á Microsoft Dynamics NAV æskileg
- Þekking og/eða reynsla í launavinnslu er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku og ensku
- Nákvæm og öguð vinnubrögð og hæfni til að vinna undir álagi
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi ásamt hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veitir Magnús Helgason, forstöðumaður rekstrarsviðs í síma 455 5400 eða á netfangið magnus@byggdastofnun.is.
Staðsetning starfana er á Sauðárkróki. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Um er að ræða fullt starf í báðum tilfellum.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 22. desember nk. og skulu umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendar til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða.
Öllum umsóknum verður svarað.
Byggðastofnun hefur fengið jafnlaunavottun VR og greiðir körlum og konum jöfn laun og býður sömu kjör fyrir jafn verðmæt störf. Byggðastofnun er vinnustaður þar sem bæði karlar og konur eiga jafna möguleika til starfa. Byggðastofnun hefur það að markmiði að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir hæfa og metnaðarfulla starfsmenn. Öflugt starfsmannafélag er innan stofnunarinnar. Hjá stofnuninni starfa 22 vel menntaðir starfsmenn sem hafa fjölbreytta reynslu.
Sauðárkrókur er höfuðstaður Skagafjarðar og einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar. Þar er fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Fjölbreytt þjónusta er í boði, kröftugt menningarlíf og öflugt íþróttalíf. Boðið er upp á skóla á öllu skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Íbúar Sauðárkróks eru um 2.600 talsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember