Fara í efni  

Mannfjöldaspá 2023-2074

Mannfjöldaspá Byggðastofnunar er slembilíkan sem notast eingöngu við söguleg gögn, þ.e. engar forsendur eru fyrirfram gefnar og hvergi er notast við sérfræðiálit. Opinber gögn frá Hagstofu Íslands um mannfjölda, búferlaflutninga, fæðingar og dauðsföll eru notuð sem inntaksgögn fyrir mannfjöldalíkanið. Mannfjöldaspáin er sett fram sem meðaltal og spábil 10.000 slembiúrtaka mannfjöldalíkansins, skalað við miðgildi mannfjöldaspár Hagstofu Íslands. Höfundur mannfjöldaspár Byggðastofnunar er Einar Örn Hreinsson. Nánari lýsingu á útreikningum er að finna í skýrslu um mannfjöldalíkanið.

Mannfjöldaspáin nær frá 1. janúar 2023 til 1. janúar 2074, eða 51 ár fram í tímann. Spáin gefur til kynna að fólki fjölgi hraðast á höfuðborgarsvæðinu en hægar á öðrum svæðum og að búast megi við fólksfækkun víða á landsbyggðunum þegar líða tekur á spátímabilið. Hafa ber í huga að óvissa þessarar mannfjöldaspár er töluverð og hún hefur tilhneigingu til að ofmeta mannfjölda minnstu sveitarfélaganna sem eru með innan við 300 íbúa. Fyrir önnur sveitarfélög og svæði getur hún þó gefið þokkalega mynd af mannfjöldaþróun til skemmri tíma, t.d. 15 ára, en taka verður niðurstöðum til lengri tíma með fyrirvara.

Hér fyrir neðan er mælaborð þar sem hægt er að skoða niðurstöður mannfjöldaspárinnar nánar eftir árum og sveitarfélögum.
- MYNDSKEIÐ UM NOTKUN MÆLABORÐSINS -

Smellið á "tableau" merkið neðst til vinstri í rammanum til að sjá mælaborðið stærra í sér glugga.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389