Breytingar á íbúafjölda - sundurliðun
Þó Íslendingum hafi fjölgað jafnt og þétt undanfarna áratugi hefur fjölgunin ekki verið jöfn yfir allt landið. Almennt er mest fjölgun suðvestanlands á meðan ýmis svæði, til að mynda á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, glíma við fólksfækkun.
Hér fyrir neðan er kortamælaborð sem sýnir hlutfallsbreytingar á íbúafjölda á völdu tímabili aftur til ársins 1998. Mælaborðið getur annað hvort verið á sveitarfélagagrunni eða eftir landshlutum, eftir því hvor svæðaskiptingin er valin. Kortið litast þannig að svæði með fólksfjölgun eru græn en á rauðum svæðum er fólksfækkun.
Upplýsingar um íbúafjölda í byrjun tímabils og fækkun eða fjölgun íbúanna sjást þegar músarbendill er færður yfir svæði á kortinu eða með því að smella á heiti svæðis í töflunni vinstra megin. Þá sést jafnframt sundurliðun á breytingunum sem áttu sér stað, fjöldi fæddra, dáinna, aðfluttra og brottfluttra.
- MYNDSKEIÐ UM NOTKUN MÆLABORÐSINS -
Smellið á "tableau" merkið neðst til vinstri í rammanum til að sjá mælaborðið stærra í sér glugga.