Fara í efni  

Fréttir

Frá ársfundi NORA í Færeyjum

NORA styrkir níu samstarfsverkefni og öll með íslenskri þátttöku

Á ársfundi NORA þann 4. júní voru samþykktir styrkir að fjárhæð tæpar 2,6 milljónir danskra króna (rúmar 57 mkr.) til níu samstarfsverkefna á NORA-svæðinu. Umsóknum um styrki hefur farið fjölgandi ár hvert og að þessu sinni bárust um 40 umsóknir. Íslendingar eru afar virkir þátttakendur í samstarfinu og eru með í næstum öllum verkefnum sem fá styrki.
Lesa meira
Norðurslóðaáætlunin (NPP)

Íslenskir verkefnisstjórar í þremur nýjum forverkefnum á vegum Norðurslóðaáætlunarinnar

Á stjórnarfundi Norðurslóðaáætlunarinnar (NPP) 18. júní sl. var ákveðið að styrkja 19 ný forverkefni og taka íslenskir aðilar þátt í átta forverkefnum og leiða í þremur þeirra sem telja verður mjög góður árangur. Alls bárust 43 umsóknir um forverkefnisstyrki. Tilgangur forverkefna er að stuðla að gerð sterka aðalverkefna og er næsti umsóknarfrestur um aðalverkefni á næsta ári þegar ný áætlun tekur gildi.
Lesa meira
Raufarhöfn

Gerjun á Raufarhöfn

Talsverð gerjun er á Raufarhöfn þessa dagana, ári eftir að verkefni Byggðastofnunar í samstarfi við Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og fleiri aðila um framtíð Raufarhafnar hófst. Hár styrkur fékkst nýverið til eflingar ferðaþjónustu á Raufarhöfn, Alþingi er að ræða möguleika á veitingu aflaheimilda til byggðarlaga í alvarlegum vanda og ýmsir aðilar skoða möguleika í sjávarútvegi og ferðaþjónustu á staðnum.
Lesa meira
Einar Örn Hreinsson

Nýr starfsmaður Byggðastofnunar

Byggðastofnun hefur ráðið Einar Örn Hreinsson til starfa sem sérfræðing á þróunarsviði stofnunarinnar. Einar Örn er fæddur 17. júní 1973. Hann er með B.Sc. gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í landafræði frá University of Canterbury, Christchurch, á Nýja Sjálandi. Hann hefur á undanförnum árum starfað hjá National Institute of Water and Atmospheric Research Ltd. (NIWA) á Nýja Sjálandi og þar áður hjá Orkustofnun og Einkaleyfastofu. Einar Örn mun koma til starfa í byrjun ágúst.
Lesa meira
Jarðgerðartæki á höfninni á Sauðárkróki

Búnaður til jarðgerðar seldur

Eftir gjaldþrot fyrirtækisins Jarðgerðar ehf á Sauðárkróki, leysti Byggðastofnun til sín fasteign félagsins að Gránumóum við Sauðárkrók, auk tækjabúnaðar til jarðgerðar. Að undangenginni auglýsingu barst tilboð í tækjabúnaðinn frá norska fyrirtækinu Global Green Energy AS, sem sérhæfir sig í endurvinnslu lífræns úrgangs. Tilboðið var samþykkt og nú á dögunum var tækjabúnaðurinn tekinn niður og sendur með skipi til Noregs þar sem hann verður nýttur til endurvinnslu og jarðgerðar í Alta sem er stærsta sveitarfélag Finnmerkur í Noregi.
Lesa meira
NORA

”NORA REGION TRENDS” opnað í dag

Ný svæðisbundin netþjónusta þar sem kynntar verða fréttir sem og tölfræði- og markaðsupplýsingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og strandsvæðum Noregs verður opnuð í dag.
Lesa meira
Hæstiréttur Íslands

Hæstiréttur staðfestir kröfu Byggðastofnunar

Þann 7. maí síðastliðinn var kveðinn upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Byggðastofnun hafði höfðað gegn slitastjórn SPRON. Málið snerist um hvort fjármunir, sem Byggðastofnun átti sem peningamarkaðsinnlán hjá SPRON við fall hans, teldust vera lán til SPRON, eða innstæða og nyti því forgangsréttar sem slík við slit sparisjóðsins. Héraðsdómur féllst á kröfur Byggðastofnunar og komst að þeirri niðurstöðu að umræddir fjármunir teldust innstæða og nyti krafan því forgangs við slit SPRON.
Lesa meira
Frá fundinum á Breiðdalsvík

Unnið með íbúum í „brothættum byggðum“

Síðustu vikur hafa fulltrúar Byggðastofnunar fundað í þremur „brothættum byggðum,“ byggðarlögum sem átt hafa við viðvarandi fólksfækkun að etja. Um er að ræða Breiðdalshrepp, Bíldudal og Skaftárhrepp en fundirnir eru liður í verkefni stofnunarinnar um „Brothættar byggðir“. Verkefnið hófst á Raufarhöfn þar sem haldið var íbúaþing í janúar síðastliðnum og er nú verið að fylgja niðurstöðum þess eftir. Fyrstu skrefin þar þykja lofa góðu, en lögð er áhersla á að tengja saman markvissa vinnu með íbúum, sveitarfélagi og stofnunum.
Lesa meira

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389