Fréttir
Fréttir af Norðurslóðaáætluninni (NPP)
Almennt
26 júní, 2014
Norðurslóðaáætlun fjármagnaði 47 verkefni á tímabilinu 2007-2013, íslenskir aðilar voru þátttakendur í 23 verkefnum, eða í 49% verkefna. Ný Norðurslóðaáætlunin (NPA) 2014-2020 hefst formlega á árlegri ráðstefnu áætlunarinnar sem verður haldin í Skotlandi þann 30. September n.k., þema ráðstefnunnar er Cool North.
Lesa meira
Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum
Almennt
24 júní, 2014
Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu eins og undanfarin ár. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti. Stærð lóðar er 808m2. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2013 og samkvæmt álagningarreglum ársins 2014 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi.
Fasteignamat húss og lóðar á höfuðborgarsvæðinu, miðað við meðaltal, er 38,2 milljónir og hefur hækkað úr 36,6 milljónum árið 2012. Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru utan höfuðborgarsvæðisins er matið hæst á Akureyri 31,6 milljónir, var 30,7 milljónir 2012. Lægst er matið eins og áður á Patreksfirði 10,6 milljónir, var 9,7 milljónir.
Lesa meira
Fyrsti stjórnarfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn
Almennt
13 júní, 2014
Fyrsti stjórnarfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs ses var haldinn á Raufarhöfn miðvikudaginn 11. júní sl. Í upphafi fundar afhentu Kristján Þórhallur Halldórsson, starfsmaður Byggðastofnunar á Raufarhöfn og Þorkell Lindberg stjórninni staðfesta skipulagsskrá stöðvarinnar og báru henni um leið góðar kveðjur frá Aðalsteini Þorsteinssyni, forstjóra Byggðastofnunar og Bergi Elíasi Ágústssyni bæjarstjóra Norðurþings, en Byggðastofnun, Náttúrustofan og Norðurþing eru stofnaðilar stöðvarinnar.
Lesa meira
Stofnun Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn
Almennt
26 maí, 2014
Í dag, föstudaginn 23. maí 2014, var haldinn stofnfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs, sem er sjálfseignarstofnun sem staðsett verður á Raufarhöfn. Stofnaðilar eru Byggðastofnun, Norðurþing og Náttúrustofa Norðausturlands.
Í tengslum við átaksverkefni Byggðastofnunar á Raufarhöfn, Brothættar byggðir, hefur síðasta árið verið unnið að stofnun rannsóknastöðvar á Raufarhöfn, með það að markmiði að nýta sérstöðu Melrakkasléttu til rannsókna og styrkja um leið byggð og innviði samfélagsins.
Lesa meira
Vegna fréttar í Fréttablaðinu 22. maí 2014
Almennt
23 maí, 2014
Vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 22. maí undir fyrirsöginni „Öflug nettenging skilyrði lánveitingar“ vill Byggðastofnun taka fram að rangt er að stofnunin hafi sett slík skilyrði fyrir lánveitingu.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf
Almennt
21 maí, 2014
Með breytingu á lögum nr. 116/2006 þann 25. júní 2013 samþykkti Alþingi að Byggðastofnun skuli hafa til ráðstöfunar aflaheimildir til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka aflaheimildir Byggðastofnunar um 1100 þorskígildistonn og tekur breytingin gildi á næsta fiskveiðiári (2014/2015). Byggðastofnun hefur mótað eftirfarandi viðmið um úthlutun veiðiheimilda samkvæmt þessari heimild.
Lesa meira
Byggðaráðstefna 2014
Almennt
21 maí, 2014
Kallað er eftir erindum frá fræðimönnum, stefnumótendum og þeim sem vinna á vettvangi um stöðu og þróun byggðar almennt en þó sérstaklega um þemað Sókn Sjávarbyggða: Kemur framtíðin? Koma konurnar?
Sérstakar málstofur verða helgaðar þema ráðstefnunnar en viðfangsefni annarra málstofa mun ráðast af þeim erindum sem berast.
Lesa meira
Northern Periphery and Arctic 2014-2020
Almennt
15 maí, 2014
Meginmarkmið Norðurslóðaáætlunar er að stuðla að bættu atvinnu- og efnahagslífi og að eflingu búsetuþátta með fjölþjóðlegu samstarfi. Áherslur áætlunarinnar eru á nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, endurnýjanlega orkagjafa og orkusparnað, verndun náttúru og menningar og hagkvæma nýtingu auðlinda á norðurslóðum. Þátttakendur geta m.a. verið fyrirtæki, sveitarfélög, ríkistofnanir, atvinnuþróunarfélög, mennta- og rannsóknarstofnanir og frjáls félagasamtök.
Lesa meira
Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum
Almennt
7 maí, 2014
Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húsahitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og 351m3. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. apríl 2014.
Lesa meira
Íbúaþróun uppfærð
Almennt
5 maí, 2014
Í nokkur ár hefur Byggðastofnun birt upplýsingar um íbúaþróun í sveitarfélögum landsins á myndrænann hátt á heimasíðu sinni. Nú hefur tölum vegna ársins 2014 verið bætt inn og nú hægt að sjá íbúaþróun frá 1998-2014.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember