Íbúafjöldi sveitarfélaga og byggðakjarna í ársbyrjun
Byggðakjarni er, samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar, þéttbýli innan eins sveitarfélags með 50 eða fleiri íbúa og minna en 200 metra á milli húsa. Ef samfellt þéttbýli nær yfir fleiri en eitt sveitarfélag skilgreinist það sem jafn margir byggðakjarnar. Dæmi um slíkt er á Akureyri þar sem hluti byggðarinnar er í Hörgársveit og kallast sá byggðakjarni Lónsbakki.
Hér fyrir neðan er kortamælaborð sem sýnir íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna 1. janúar hvert ár frá 1998. Vinstra megin við Íslandskortið sjást upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu. Hægt er að smella á svæði eða byggðakjarna, annað hvort í töflum eða á kortinu sjálfu og þá síast gögnin með tilliti til þess. Til að velja fleiri en eitt atriði má halda niðri control-takka. Þar sem mikið magn gagna er bakvið kortið getur tekið nokkrar sekúndur fyrir myndir og töflur að teiknast.
Í borðanum vinstra megin má velja svæðaskiptingu kortsins (núverandi sveitarfélagaskipan, sveitarfélagaskipan hvers árs eða landshluta). Þar er líka hægt að sía gögnin til að einblína á ákveðið ár, einn eða fleiri landsluta og tiltekið aldursbil íbúa. Í flipanum Töfluyfirlit sést ítarlegri sundurliðun íbúafjöldans og þar hægt að sía gögn á ýmsan hátt með því að smella á töflurnar.
- MYNDSKEIÐ UM NOTKUN MÆLABORÐSINS -
Smellið á "tableau" merkið neðst til vinstri í rammanum til að sjá kortið stærra í sér glugga.