Fréttir
Vel heppnuð byggðaráðstefna í Mýrdalnum undir heitinu „Menntun án staðsetningar?“
28 október, 2021
Nú á þriðjudag og miðvikudag var haldin áhugaverð tveggja daga ráðstefna um menntamál á Hótel Kötlu í Mýrdal. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Menntun án staðsetningar?“ og var ein af byggðaráðstefnum sem Byggðastofnun stendur að annað hvert ár í samstarfi við Samband sveitarfélaga og landshlutasamtökin, ásamt því sveitarfélagi þar sem ráðstefnan er haldin hverju sinni. Sú sem nú var haldin er sú fjórða í röðinni. Ráðstefnurnar eru vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum, skólakerfinu og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og menntamálum. Hver ráðstefna hefur sitt meginþema, að þessu sinni menntamál.
Lesa meira
Opið hús
27 október, 2021
Föstudaginn 29. október frá kl. 14-16 verður opið hús hjá Byggðastofnun að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki.
Lesa meira
Slóð á streymi - Byggðaráðstefnan „Menntun án staðsetningar?“ á þriðjudag-miðvikudag
26 október, 2021
Ráðstefnan „Menntun án staðsetningar?“ hefst samkvæmt dagskrá kl. 13 þriðjudaginn 26. október og kl. 9 á miðvikudaginn 27. október
Lesa meira
Stöðugildum kvenna fjölgar en karla fækkar
21 október, 2021
Byggðastofnun hefur frá áramótum 2013/2014 gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins. Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda við áramót 2020/2021. Stöðugildin voru 25.232 þann 31. desember 2020, þar af voru 16.143 skipuð af konum og 9.090 af körlum. Á árinu 2020 fjölgaði stöðugildum um 362 á landsvísu eða 1,5%.
Lesa meira
Flutningur eftirlits póstmála til Byggðastofnunar - Stöðuskjal S-1/2021
18 október, 2021
Vorið 2021 var samþykkt á Alþingi frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til laga um breytingar á lögum um póstþjónustu og lögum um Byggðastofnun (flutningur póstmála). Frumvarpið tók nokkrum breytingum í meðförum þingsins en var samþykkt sem lög nr. 76/2021 þ. 25. júní 2021. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var markmið þess að mæla fyrir um þær lagabreytingar sem nauðsynlegar voru til að færa stjórnsýslu og eftirlit með póstþjónustu frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Byggðastofnunar, í samvinnu við báðar stofnanir.
Lesa meira
Verkefnisstjórafundur Brothættra byggða í nýjum húsakynnum Byggðastofnunar
15 október, 2021
Verkefnisstjórar Brothættra byggða og sambærilegra byggðaþróunarverkefna komu saman til fundar í húsakynnum Byggðastofnunar dagana 12. og 13. okt. sl. Ánægjulegt var að hópurinn gat loksins hist á staðfundi eftir langan tíma eftir takmarkanir vegna COVID-19. Dagskráin var þéttskipuð. Farið var yfir verkefnislýsingu Brothættra byggða og ýmis praktísk málefni tengd framkvæmd og umsýslu verkefna í þátttökubyggðarlögunum. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar kynnti hlutverk og starfsemi Byggðastofnunar. Fundargestum gafst færi á að kynnast nánar lánamöguleikum Byggðastofnunar, ýmissi þróunarvinnu á sviði byggðamála s.s. þróun mælaborða um byggðatengd málefni og aðgerðaáætlun byggðaáætlunar stjórnvalda.
Lesa meira
Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
5 október, 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni er úthluta 36 milljónum króna til sjö verkefna á sviði almenningssamgangna fyrir árin 2021-2022. Markmið með framlögunum er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna um land allt.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember