Fara í efni  

Fréttir

Nýr lánaflokkur - Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna

Margt bendir til þess að ein helsta ástæða fólksfækkunar í brothættum byggðum liggi í einhæfu atvinnulífi og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum.  Enginn vafi er á því að mati Byggðastofnunar að jafnréttismál í víðu samhengi eru meðal allra brýnustu byggðamála.

Það er því eitt af markmiðum Byggðastofnunar að fjölga konum sem eru í viðskiptum við stofnunina.  Á fundi stjórnar Byggðastofnunar 14. nóvember síðastliðinn var samþykkt að setja á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á starfssvæði stofnunarinnar í von um að með því geti stofnunin ýtt undir fjölbreyttari atvinnutækifæri fyrir konur í byggðum landsins. Til verkefnisins verður varið allt að 200 mkr.  Ákvörðun þessi byggir á heimild í 7. tl. 2. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu kvenna og karla.

  • Lán þessi verða eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru amk 50% í eigu kvenna og undir stjórn kvenna. Krafa er um að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.
  • Lán skal ekki vera undir 1 milljón króna og hámarkslán er 10 mkr. Hægt er að samþykkja hærra lán ef trygg veð eru fyrir fyrir hendi samkvæmt hefðbundnu lánshæfismati.
  • Almennar reglur um gögn sem skila þarf inn fyrir umsóknir hjá Byggðastofnun gilda fyrir þessi lán.
  • Fyrir lán að upphæð 1 – 4,9 mkr er ekki skilyrði að veð sé fyrir láninu en fyrir lán að upphæð 5 – 10 mkr er gerð krafa um veð s.s. í tækjum og búnaði.
  • Skilyrði er að umsókn fylgi vel gerð og ítarlega unnin viðskiptaáætlun.  
  • Veitt eru lán fyrir stofn – og rekstrarkostnaði, tækjakaupum og kaupum á búnaði, allt að 70%.
  • Lánstími getur verið allt að 10 ár og verið annað hvort jafngreiðslulán eða með jöfnum afborgunum
  • Vextir eru 5% vtr. eða 2,5% ofan á REIBOR
  • Skilyrði að fyrirtækið geri samning um ráðgjöf hjá atvinnuþróunarfélagi eða við sjálfstætt starfandi ráðgjafa fyrir fyrstu 2 – 3 rekstrarárin.

Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum í landsbyggðunum.  Þetta á líka við um Byggðastofnun. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar sem ástæða fyrir þessu. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlar séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur séu þannig að þær henti illa tegundum og stærð fyrirtækja sem konur stofna. Oft á tíðum vantar konur sem eru að fara af stað með rekstur fjármagn til að kaupa þau tæki og þann búnað sem þarf til að koma fyrirtækinu af stað og víða í löndunum í kringum okkur eru starfræktir sérstakir lánasjóðir fyrir konur sem vilja fara út í rekstur fyrirtækja eða efla rekstur núverandi fyrirtækis. Oft er um að ræða lítil fyrirtæki í byrjun sem bera illa háan fjármagnskostnað t.d vegna kaupa á atvinnuhúsnæði, en þannig fyrirtæki sækjast heldur eftir leiguhúsnæði á meðan þau eru að vaxa úr grasi.

Það er von Byggðastofnunar að með þessu framtaki sé stigið skref til að bæta úr þessum vanda.

Nánari upplýsingar veitir Elín Gróa Karlsdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs elin@byggdastofnun.is í síma 455-5400


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389