Fréttir
Styrkir vegna jöfnunar á flutningskostnaði
1 mars, 2019
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki á grundvelli laga nr. 160/2011 um svæðisbunda flutningsjöfnun. Lokadagur til að skila inn umsóknum vegna flutnings ársins 2018 er 31. mars 2019 en ekki er tekið við umsóknum að þeim tíma liðnum.
Lesa meira
Samningar undirritaðir vegna styrkja til verslunar í strjálbýli
26 febrúar, 2019
Byggðastofnun hefur nú undirritað samninga vegna sex verslunarverkefna á starfssvæði sínu á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 þar sem m.a. er kveðið á um framlög til að styðja verslun í strjálbýli. Alls eru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021.
Lesa meira
Laufey Kristín Skúladóttir nýr starfsmaður Byggðastofnunar
26 febrúar, 2019
Laufey Kristín Skúladóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í byrjun janúar og rann umsóknarfrestur út þann 28. janúar. Alls barst 21 umsókn um starfið en einn aðili dró umsókn sína til baka. 8 konur sóttu um starfið og 13 karlar.
Lesa meira
Óskað eftir tillögum til Landstólpans 2019
25 febrúar, 2019
Landstólpinn, Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Viðurkenningin er hvatning, því hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.
Hér með er lýst eftir tillögum um handhafa Landstólpans 2019
Lesa meira
NORA auglýsir verkefnastyrki 2019, fyrri úthlutun
13 febrúar, 2019
Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfið) er að styrkja samstarf á Norður Atlantssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2019. Umsóknarfrestur er 4. mars 2019.
Lesa meira
List í ljósi á Seyðisfirði handhafi Eyrarrósarinnar 2019
13 febrúar, 2019
Frú Eliza Reid forsetafrú veitti List í ljósi frá Seyðisfirði Eyrarrósina 2019 við hátíðlega viðhöfn í Garði nú síðdegis. Viðurkenningin er veitt árlega fyrir afburða menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Frá upphafi hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Air Iceland Connect staðið saman að verðlaununum en þau voru nú veitt í fimmtánda sinn.
Lesa meira
Hvar eru ríkisstörfin?
11 febrúar, 2019
Byggðastofnun hefur gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins frá áramótum 2013/2014. Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda til áramótanna 2017/2018. Störfin eru mun fleiri en stöðugildin en við höfum kosið að setja upplýsingarnar fram í fjölda stöðugilda. Þá er miðað við hvar störfin eru unnin, en ekki hvar viðkomandi starfsmaður býr. Tölum er skipt niður á konur og karla.
Lesa meira
Svæðisbundin flutningsjöfnun
6 febrúar, 2019
Þann 1. mars nk. verður opnað fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar. Lögbundinn lokafrestur vegna umsókna fyrir árið 2018 er 31. mars 2019.
Lesa meira
Samningar undirritaðir vegna styrkja til fjarvinnslustöðva
6 febrúar, 2019
Þriðjudaginn 5. febrúar undirritaði forstjóri Byggðastofnunar samninga vegna fjögurra verkefna sem styrk hlutu á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Styrkirnir eru vegna fjarvinnslustöðva og heildarfjárhæð styrkja eru 60 milljónir króna.
Lesa meira
Styrkir til rannsókna á sviði byggðamála
6 febrúar, 2019
Byggðarannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á sviði byggðamála.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember