Fréttir
Málþing um raforkumál
Almennt
9 nóvember, 2017
Byggðastofnun stendur fyrir málþingi um raforkumál á Íslandi þriðjudaginn 21. nóvember næst komandi í Hofi á Akureyri. Málþingið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:30. Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá kl. 12:00.
Lesa meira
Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða á Borgarfirði eystri
Almennt
9 nóvember, 2017
Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Borgarfirði eystri var haldinn í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði miðvikudaginn 1. nóvember. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og það rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Borgarfirði.
Lesa meira
29 umsóknir um starf sérfræðings á þróunarsviði
Almennt
7 nóvember, 2017
Umsóknarfrestur um starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar rann út þann 31. október síðast liðinn. Alls bárust 29 umsóknir, 10 frá konum og 19 frá körlum. Mjög ánægjulegt er hversu margir hafa áhuga á að starfa hjá Byggðastofnun.
Lesa meira
Veljum Vopnafjörð – vinnufundur sveitarstjórnar og verkefnisstjórnar
Almennt
25 október, 2017
Senn líður að lokum verkefnisins „Veljum Vopnafjörð“, sem hófst með íbúaþingi í apríl 2016. Verkefnið er leitt af Vopnafjarðarhreppi, með stuðningi frá Byggðastofnun, Austurbrú og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Lesa meira
Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi
Almennt
9 október, 2017
Á fyrsta fundi nýskipaðrar verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi sem haldinn var þriðjudaginn 3. október í félagsheimilinu í Árnesi bar mörg mál á góma. Farið var yfir niðurstöður íbúaþings frá því í júní, stöðuna í Árneshreppi og rætt um næstu skref í verkefninu.
Lesa meira
Styrkir til meistaranema 2018
Almennt
8 október, 2017
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt að því að veita fjóra styrki.
Lesa meira
Norðurslóðaáætlunin auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki
Almennt
3 október, 2017
Umsóknarfrestur fyrir verkefnastyrki hjá Norðurslóðaáætluninni (NPA) er frá 1. október 2017 til 28. febrúar 2018.
Lesa meira
Skráning á málþingið Innanlandsflug sem almenningssamgöngur
Almennt
3 október, 2017
Óskað er eftir að áhugasamir skrái sig til þátttöku á málþinginu sem haldið verður miðvikudaginn 4. október kl. 13:00 - 15:30.
Lesa meira
Byggðamál í Noregi, skattlagning vatnsorkuvera o.fl.
Almennt
28 september, 2017
Samkvæmt byggðaáætlun fyrir árin 2014 – 2017 skal gera úttekt á leiðum sem nýttar eru í nágrannalöndum til að styðja við einstaklinga búsetta á svæðum sem eiga undir högg að sækja. Því fóru tveir starfsmenn Byggðastofnunar og einn starfsmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til Noregs til að kynna sér stöðu byggðamála í Noregi, norska byggðastefnu og byggðaaðgerðir. Er óhætt að segja að byggðastefna Norðmanna sé metnaðarfull og miklum fjármunum varið til byggðaaðgerða.
Lesa meira
Árleg ráðstefna Norðurslóðaáætlunarinnar (NPA)
Almennt
28 september, 2017
Árleg ráðstefna Norðurslóðaáætlunarinnar (NPA) var haldin 21. september síðastliðinn í Galway á Írlandi. Yfirskrif ráðstefnunnar í Galway var Blue Opportunities: The Marine Economy in the NPA. Um 130 þátttakendur frá 12 löndum voru samankomnir til að fjalla um tækifæri og vaxtamöguleika sem til staðar eru í sjávarlífhagkerfinu sem er mikilvægt fyrir NPA-löndin sem deila auðlindum Atlantshafsins.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember