Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun fær einkunnina i.AAA með stöðugum horfum

Byggðastofnun fær einkunnina i.AAA með stöðugum horfum

Íslenska lánshæfismatsfyrirtækið Reitun ehf. hefur gefið út lánshæfismat á Byggðastofnun í annað skiptið. Einkunnin er i.AAA með stöðugum horfum en i.AAA er besta einkunn sem Reitun gefur og er óbreytt frá síðasta mati. Einkunnargjöf Reitunar miðar við innlendar einkunnir í stað alþjólegra einkunna og er því i. bætt fyrir framan bókstafina. Ríkissjóður fær viðmiðunareinkunnina i.AAA sem er besta mögulega einkunn sem Reitun gefur. Aðrir útgefendur eru metnir út frá þeirri einkunn. Reitun flokkar einkunnir frá i.AAA til i.BBB3 sem fjárfestingahæfar eignir.
Lesa meira
Frá íbúaþinginu

Íbúaþing í Árneshreppi – samgöngubætur er brýnasta málið

Samantekt um skilaboð íbúaþings í Árneshreppi, sem haldið var í júní, liggur nú fyrir. Íbúaþingið var haldið af Árneshreppi, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Byggðastofnun vegna alvarlegrar stöðu byggðarinnar.
Lesa meira
Innanlandsflug sem almenningssamgöngur

Innanlandsflug sem almenningssamgöngur

Málþing um innanlandsflug sem almenningssamgöngur verður haldið á Hótel Natura 4.október nk. kl.13:00-15:30. Fyrirlesarar koma meðal annars frá Highlands and Islands Enterprise í Skotlandi. Nánari dagskrá verður birt með haustinu.
Lesa meira
Norðurslóðaáætlunin opnar fyrir umsóknir 1. október 2017

Norðurslóðaáætlunin opnar fyrir umsóknir 1. október 2017

Norðurslóðaáætlunin (NPA) er samstarfsverkefni Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands, Írlands, Norður-Írlands, Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs. Markmið NPA er að aðstoða íbúa á norðurslóðum við að skapa þróttmikil og samkeppnishæf samfélög með sjálfbærni að leiðarljósi.
Lesa meira
Laus störf hjá Nordregio

Laus störf hjá Nordregio

Nordregio auglýsir laus til umsóknar 3 störf hjá stofnuninni við rannsóknir á dreifbýlisþróun, nýsköpun innan svæða og grænan hagvöxt og þéttbýlis skipulag og þróun. Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk.
Lesa meira
Pétur Friðjónsson

Pétur ráðinn til Byggðastofnunar

Pétur Friðjónsson hefur verið ráðinn til tímabundinna starfa á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar. Pétur er með BS gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og starfaði sem útibússtjóri Sparisjóðs Skagafjarðar frá 2011 og allt til loka hans 2015. Þá hefur Pétur starfað sjálfstætt í nýsköpunarverkefnum auk þess að hafa sinnt ýmsum störfum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga á árum áður svo fátt eitt sé nefnt.
Lesa meira
Árneshreppur - mun vegurinn enda eða byrja?

Árneshreppur - mun vegurinn enda eða byrja?

Ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða, er hætta á því að heilsársbyggð í Árneshreppi á Ströndum leggist af. Þetta eru skilaboð tveggja daga íbúaþings sem Árneshreppur, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Byggðastofnun stóðu fyrir í félagsheimilinu í Árnesi, 12. – 13. júní.
Lesa meira
Laus staða framkvæmdastjóra Norðurslóðaáætlunarinnar – Northern Periphery and Arctic Programme (NPA)

Laus staða framkvæmdastjóra Norðurslóðaáætlunarinnar – Northern Periphery and Arctic Programme (NPA)

Norðurslóðaáætlunin óskar eftir að ráða til starfa framkvæmdastjóra á aðalskrifstofuna í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna hér
Lesa meira
Upplýsingaveitur um verkefni Brothættra byggða

Upplýsingaveitur um verkefni Brothættra byggða

Nú eru í gangi sex verkefni undir hatti Brothættra byggða og fjórir verkefnastjórar sem sinna þeim. Fréttir af verkefnunum birtast gjarnan á heimasíðum viðkomandi sveitarfélags eða landshlutasamtaka, auk síðu Byggðastofnunar. Sum verkefnin eiga sína eigin heimasíðu eða facebooksíðu. Hér eru nokkrar slóðir fyrir áhugasama:
Lesa meira
Við afhendingu styrkja í Breiðdalsvík

Brothættar byggðir – úthlutun styrkja í fjórum byggðarlögum

Byggðastofnun veitir árlega styrki til samfélagsverkefna á vegum verkefnisins Brothættra byggða. Alla jafna er auglýst eftir umsóknum á fyrrihluta ársins þannig að frumkvöðlar geti nýtt styrkina til góðra verka á árinu.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389