Fara í efni  

Fréttir

Árleg ráðstefna Norðurslóðaáætlunarinnar (NPA)

Árleg ráðstefna Norðurslóðaáætlunarinnar (NPA) var haldin 21. september síðastliðinn í Galway á Írlandi. Yfirskrif ráðstefnunnar í Galway var Blue Opportunities: The Marine Economy in the NPA. Um 130 þátttakendur frá 12 löndum voru samankomnir til að fjalla um tækifæri og vaxtamöguleika sem til staðar eru í sjávarlífhagkerfinu sem er mikilvægt fyrir NPA-löndin sem deila auðlindum Atlantshafsins.

Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um margvíslega nýtingamöguleika hafsins, yfirfærslu þekkingar og upplýsingamiðlun þvert á áætlanir og rannsóknarsvið til að efla vöxt samfélaga sem byggja afkomu sína á sjávartengdum atvinnugreinum.

Í forgangi hjá NPA er að styrkja samstarfsverkefni sem stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi sem hafa að leiðarljósi sjálfbæra nýtingu auðlinda, samhliða umhverfisvernd og aðlögun að loftslagsbreytingum.    

Á ráðstefnunni voru þrjú erindi undir yfirskriftinni: Sjávartengd frumkvöðlastarfsemi m.a. var kynning á NPA verkefnunum Smart Fish og Urchin. Háskóli Íslands leiðir Smart Fish í verkefninu er unnið að þróun og hönnun snjallstrikamerkja og örgjafa sem tryggja rekjanleika matvæla, frá framleiðanda til neytanda. Hafrannsóknarstofnun Íslands, Þórishólmi og Matís taka þátt í Urchin sem felst m.a. í að kortleggja ígulkerastofninn, þróun nýtingamöguleika og þróun nýrra aðferða við veiðar. Flutt voru þrjú erindi undir yfirskriftinni: Hafið, ströndin og umhverfið, m.a. var kynning á NPA verkefninu APP4SEA sem Háskóli Íslands tekur þátt í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Unnið er að þróun hugbúnaður sem sameinar í rauntíma skipaferðir, veðurfar og hafstrauma. 

Hugbúnaðurinn nýttist m.a. til að samhæfa viðbragðsáætlanir á Norðurslóðum ef slys og/eða mengunaróhöpp verða. Að lokum voru þrjú erindi undir yfirskriftinni: Þátttaka allra, sjálfbær vöxtur og ferðaþjónusta. Ráðstefnugestir fengu m.a. að kynnast færeyskri gestrisni (heimablídni). Víða í Færeyjum er skortur á þjónustu við ferðamenn og á nyrstu eyjunum eru fá eða engin veitingahús.. Heimamenn hafa svarað aukinni eftirspurn eftir þjónustu m.a. með því að bjóða gestum heim til sín. Á meðan erindinu stóð barst ilmur af nýbökuðum vöfflum um salinn og nutu ráðstefnugestir góðs af færeyskri gestrisni.   

Öll erindin eru aðgengileg hér. http://www.interreg-npa.eu/events/npa-annual-event-2017-blue-opportunities-the-marine-economy-in-the-npa/

Kynning á Smart Fish

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389