Fara í efni  

Fréttir

Veljum Vopnafjörð – vinnufundur sveitarstjórnar og verkefnisstjórnar

Veljum Vopnafjörð – vinnufundur sveitarstjórnar og verkefnisstjórnar
Myndin var tekin á íbúaþingi á Vopnafirði 2016

Senn líður að lokum verkefnisins „Veljum Vopnafjörð“, sem hófst með íbúaþingi í apríl 2016. Verkefnið er leitt af Vopnafjarðarhreppi, með stuðningi frá Byggðastofnun, Austurbrú og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Kjarni verkefnisins er áhersla á samtal og samstarf við íbúa, frumkvöðla og ungt fólk. Í því skyni var m.a. haldið málþing sl. vor undir yfirskriftinni, Yngri, kraftmeiri og fjölbreyttari Vopnafjörður, sem byggir á skilaboðum íbúaþings. Á málþinginu var ungt fólk í lykilhlutverki og nú hefur nýstofnað ungmennaráð Vopnafjarðar tekið til starfa.

Verkefnisstjórn átti nýverið vinnufund með sveitarstjórn þar sem farið var yfir nýja útgáfu af svokölluðu Stefnuplaggi, vinnuskjali sem sveitarstjórn mun hafa til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar nú í haust. Þegar svo fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps liggur fyrir verður ný útgáfa af Stefnuplagginu birt hér á síðunni og send út á póstlista verkefnisins. Næstu frétta er því ekki að vænta fyrr en í janúar.

Á vinnufundinum voru fulltrúar í sveitarstjórn beðnir um að leggja mat á verkefnið og svara þremur spurningum; hvað hefði tekist vel, hvað hefði mátt gera öðruvísi og hvað svo með framhaldið?

Þar kom fram að verkefnið hefur skilað ýmsu óbeint sem erfitt er að meta, en að greina megi meiri jákvæðni og virkni og vitundarvakningu um heimahéraðið. Ungt fólk hafi tekið virkan þátt og umræðan og þau verkefni sem farið hafa af staði hafi verið af hinu góða.

Ábendingar til verkefnisstjórnar um hvað hefði mátt gera betur sneru aðallega að kynningu, t.d. kynningu í grunnskólanum og að nota hefði mátt samfélagsmiðla meira. Og svör sveitarstjórnar við spurningu um framhaldið voru skýr og á þá leið að sú sveitarstjórn sem nú situr er harðákveðin í að fylgja verkefninu vel eftir til loka kjörtímabils þrátt fyrir að verkefnisstjórn hafi lokið störfum. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389