Fara í efni  

Fréttir

Málþing um raforkumál

Byggðastofnun stendur fyrir málþingi um raforkumál á Íslandi þriðjudaginn 21. nóvember næst komandi í Hofi á Akureyri.  Málþingið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:30. Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá kl. 12:00.

Umfjöllunarefni er einkum flutningskerfi raforku á Íslandi. Atvinnufyrirtæki víða um land þurfa raforku til starfsemi sinnar, bæði til að fá hreina orku í stað orku sem framleidd er með olíu vegna starfsemi sem þegar er til staðar og eins til að geta aukið við eða farið út í nýja starfsemi. Á vissum svæðum er orkuöryggi ekki nægjanlega tryggt. Endurnýjun flutningskerfis raforku hefur ekki átt sér stað og illa hefur gengið að koma endurnýjun lína eða nýjum línuleiðum í gegnum umsóknarferli og á framkvæmdastig. Þessi staða kemur niður á atvinnulífi, ekki síst í landsbyggðunum.

Skiptar skoðanir eru um hvar raforkulínur eigi að vera, hvort fara eigi um byggð eða yfir hálendið og hvort leggja eigi loftlínur eða jarðstrengi svo dæmi séu nefnd.

Byggðastofnun vill skapa umræðuvettvang þar sem aðilar sem hafa látið sig málið varða koma saman og gera grein fyrir sinni sýn á málin. Fulltrúar Orkustofnunar, Landsnets, Skipulagsstofnunar, Akureyrarbæjar, Ísfélags Vestmannaeyja, Landverndar og landeigenda munu hafa framsögur. Að framsögum loknum verða almennar umræður.

Dagskrá má sjá hér

Enginn aðgangseyrir. Skráningar fara fram með því að smella hér. 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389