Fara í efni  

Fréttir

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi

Á fyrsta fundi nýskipaðrar verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi sem haldinn var þriðjudaginn 3. október í félagsheimilinu í Árnesi bar mörg mál á góma. Farið var yfir niðurstöður íbúaþings frá því í júní, stöðuna í Árneshreppi  og rætt um næstu skref í verkefninu.

Í júní síðastliðnum stóðu Árneshreppur, Byggðastofnun og Fjórðungssamband Vestfirðinga fyrir íbúaþingi í Árneshreppi sem var ágætlega sótt og umræður voru fjörugar. Í framhaldi af því endurnýjaði hreppurinn umsókn sína til Byggðastofnunar, um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og var sú umsókn samþykkt á fundi stjórnar stofnunarinnar í ágúst sl. Í framhaldi af því var skipuð verkefnisstjórn sem nú hefur tekið til starfa og á næstu dögum verður gerður formlegur samstarfssamningur um verkefnið, svipað og gert hefur verið á öðrum svæðum Brothættra byggða.

Úrbætur í samgöngum voru talsvert ræddar á fundinum, ekki síður en á íbúaþinginu. Brýnast þykir að staðið verði við þau áform Vegagerðarinnar að hefja vinnu við endurnýjun vegarins yfir Veiðileysuháls árið 2018, jafnframt því að bæta vetrarþjónustuna. Þessi mál verða sett á oddinn á næstu vikum og verða án efa áberandi í markmiðum og verkefnisáætlun fyrir verkefnið í samræmi við vilja íbúaþings.

Auk annarra mála var nokkuð rætt um stöðu verslunar í sveitinni og hvað er til ráða, nú þegar kaupfélagið hefur lokað útibúinu. Heimamenn eru að vinna að lausn málsins. Þá var rætt um íbúafund sem verði haldinn svo fljótt sem verða má þegar drög að markmiðum og verkefnisáætlun fyrir verkefnið liggur fyrir. Þá þarf og að skilgreina hlutverk og skipulag fyrir verkefnisstjóra í verkefninu.

Á fundinum var hafist handa við greiningu helstu styrkleika, veikleika, ógnana og tækifæra (SVÓT) og þeirri vinnu verður síðan haldið áfram. Ekki er tímabært að greina frá niðurstöðum en óhætt að fullyrða að sérstaða Árneshrepps og einangrun vega þungt.

Í verkefnisstjórninni sitja: Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson frá Byggðastofnun, Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps, Aðalsteinn Óskarsson og Skúli Gautason frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Kristmundur Kristmundsson og Arninbjörn Bernharðsson sem fulltrúar íbúa Árneshrepps.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389