Fara í efni  

Fréttir

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða á Borgarfirði eystri

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða á Borgarfirði eystri
Verkefnisstjórn

Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Borgarfirði eystri var haldinn í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði miðvikudaginn 1. nóvember. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og það rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Borgarfirði.

Rætt var um stöðuna í byggðarlaginu og bar þar margt á góma. Meðal annars ófullnægjandi staða í vegamálum, fækkun íbúa í yngri árgöngum, stöðuna í heilbrigðisþjónustu en einnig árangur og tækifæri í ferðaþjónustu og aðra möguleika byggðarlagsins.

Næstu skref eru að halda íbúaþing og vinna að stefnumótun fyrir verkefnið. Stefnt er að þinginu helgina 9.-10. desember. Einnig verður hugað að því hvernig verkefnisstjórnun verður háttað en í því sambandi þarf að taka tillit til verkefnisins Breiðdælingar móta framtíðina.

Í verkefnisstjórn sitja Jón Þórðarson fyrir Borgarfjarðarhrepp, Elísabet Sveinsdóttir og Óttar Már Kárason, fulltrúar íbúa, Signý Ormarsdóttir, fulltrúi Austurbrúar, Sigrún Blöndal, fulltrúi SSA og Kristján Þ. Halldórsson og Sigríður K. Þorgrímsdóttir frá Byggðastofnun.

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389