Fara í efni  

Fréttir

Fiskvinnsla Ísfisks tekur til starfa á Breiðdalsvík

Fiskvinnsla Ísfisks tekur til starfa á Breiðdalsvík
Sólvellir 23

Fimmtudaginn 5. febrúar tók fiskvinnsla Ísfisks formlega til starfa í frystihúsinu á Breiðdalsvík.  Fiskvinnsluhúsið að Sólvöllum 23 í Breiðdalsvík hefur verið í eigu Byggðastofnunar frá árinu 2008 þegar vinnsla þar stöðvaðist.  Fyrir rúmu ári síðan ákvað Byggðastofnun, í samvinnu við heimamenn í Breiðdalsvík, að ráðast í breytingar á húsinu til þess að það mætti nýtast betur undir margþætta atvinnustarfsemi.  Breiðdalshreppur er ásamt Austurbrú, íbúum sveitarfélagsins og fleiri aðilum þátttakandi í verkefninu „brothættar byggðir“ og er umbreyting gamla frystihússins meðal vaxtarsprota þess.  Unnið er að því að stór hluti hússins verði nýttur fyrir menningartengda ferðaþjónustu með stórum veislu- og ráðstefnusal sem getur einnig nýst undir sýningar, tónleika og aðra slíka viðburði.  Trésmíðaverkstæði hefur verið starfrækt í húsinu frá því í haust.  Þá munu fyrirtæki og rekstraraðilar geta fengið skrifstofuaðstöðu í húsinu og lítil iðnfyrirtæki komið sér fyrir.

Fiskvinnsluhluti hússins var endurnýjaður og minnkaður verulega, lagnir endurnýjaðar auk þess sem starfsmannaaðstaða var endurbætt.  Ísfiskur hefur leigt aðstöðuna af Byggðastofnun og hefur þegar hafið starfsemi þar sem 5-8 starfsmenn vinna fisk sem er hluti af samstarfi Byggðastofnunar, Ísfisks og útgerðaraðila í Breiðdalsvík um vinnslu á samstarfskvóta Byggðastofnunar á Breiðdalsvík.  Vonir standa til þess að starfsmönnum fjölgi smátt og smátt og að fleiri hlutar hússins komist í gagnið með vorinu og verði til þess að efla enn frekar byggð og mannlíf á Breiðdalsvík.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389