Fara í efni  

Fréttir

Fréttatilkynning um málefni Flateyrar og Þingeyrar

Vegna fréttaflutnings um málefni Flateyrar og Þingeyrar og aflamark Byggðastofnar vill stofnunin taka fram að málið er í þeim farvegi sem lög um stjórn fiskveiða og reglugerð nr. 647/2014 kveða á um.  Rétt er að árétta að Byggðastofnun „úthlutar“ ekki byggðakvóta, heldur auglýsir í opnu og gegnsæju ferli eftir samstarfsaðilum um eflingu viðkomandi byggðar og nýtingu þess aflamarks sem stofnunin hefur til ráðstöfunar í byggðarlaginu.  Hafa ber í huga að þær aflaheimildir sem Byggðastofnun ræður yfir til þessara verkefna eru takmarkaðar og geta ekki einar og sér myndað grundvöll atvinnulífs á viðkomandi stöðum.  Því skipta mótframlög og nýting þeirra til atvinnusköpunar höfuðmáli.

Í framhaldi af ákvörðun Vísis hf. um að loka vinnslu félagsins á Þingeyri auglýsti Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu 400 þorskígildistonna aflamarks vegna Þingeyrar. Tvær umsóknir bárust. Annars vegar frá Valþjófi ehf. og hins vegar frá Arctic Odda ehf. og samstarfsaðilum sem síðar drógu umsókn sína til baka.  Að mati stjórnar Byggðastofnunar var atvinnusköpun í umsókn Valþjófs langt frá því að vera nægileg miðað við þær aflaheimildir sem sótt var um. Umsókninni var því hafnað og auglýst að nýju. Umsóknarfrestur er til 21. janúar nk. 

Í framhaldi af yfirlýsingu Arctic Odda ehf. um að hætta bolfiskvinnslu á Flateyri var 300 þorskígildistonna aflamark vegna Flateyrar auglýst að nýju. Þrjár umsóknir bárust.  Frá Valþjófi ehf., frá Íslensku sjávarfangi ehf. og sameiginleg umsókn frá útgerðum á Flateyri. Á fundi stjórnar Byggðastofnunar 18. desember sl. var ákveðið að kanna hvort að hægt væri að koma á samstarfi umsækjenda um nýtingu aflamarks Byggðastofnunar á Flateyri.  Niðurstöðu er að vænta innan skamms.

Byggðastofnun vísar að öðru leyti til ákvæða reglugerðar nr. 647/2014 um þau atriði sem höfð eru til hliðsjónar við mat einstakra umsókna.

Fyrir hönd Byggðastofnunar,

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389