Fréttir
Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna
17 maí, 2022
Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna var haldinn dagana 4. og 5. maí á Varmalandi í Borgarfirði. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem starfsfólk þróunarsviðs Byggðastofnunar, framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna og atvinnuráðgjafar þeirra koma saman og bera saman bækur sínar, ræða atvinnuráðgjöfina, samstarf og önnur málefni sem snerta starf þeirra í landsbyggðunum. Um 40 manns voru samankomin á þessum vorfundi, sem var sá fyrsti sem haldinn er síðan 2019 vegna áhrifa COVID-19.
Lesa meira
Konur gára vatnið - lokaráðstefna
13 maí, 2022
Þann 11. maí sl. var lokaráðstefna haldin í verkefninu Women Making Waves eða Konur gára vatnið í Hofi á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Evrópsku menntaáætluninni, Erasmus+. Byggðastofnun er aðili að verkefninu ásamt Jafnréttisstofu sem stýrir verkefninu og samstarfsaðilum í Englandi, Grikklandi og á Spáni. Verkefnið hefur staðið yfir í tæp þrjú ár og snýr að valdeflingu kvenna í víðum skilningi. Sjónum hefur einkum verið beint að konum sem búa við tvíþætta mismunun.
Lesa meira
Handhafi Landstólpans
13 maí, 2022
Landstólpinn var afhentur í ellefta sinn á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Varmalandi í Borgarfirði þann 5. maí 2022 en hann var fyrst afhentur árið 2011. Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í sínum verkefnum og störfum.
Lesa meira
Nýsköpunardagur hins opinbera
11 maí, 2022
Nýsköpunardagurinn 2022 verður haldinn þann 17. maí nk. Þema Nýsköpunardagsins í ár er: Græn nýsköpun.
Lesa meira
Aðalsteinn Þorsteinsson skipaður skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála
10 maí, 2022
Innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu.
Aðalsteinn var valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd. Hann mun taka við embættinu frá og með 1. júní næstkomandi.
Lesa meira
Byggðarannsóknasjóður styrkir fjögur verkefni
10 maí, 2022
Nýverið var úthlutað styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði til fjögurra verkefna. Umsóknarfrestur var til 16. febrúar sl. og alls bárust 12 umsóknir, samtals að upphæð 38,5 m.kr. og heildarkostnaður verkefna er 39,6 m.kr. Til úthlutunar eru 10 m.kr.
Lesa meira
Konur gára vatnið: Ráðstefna um kynjajafnrétti í stjórnun
6 maí, 2022
Lokaráðstefna verður haldin í tengslum við Evrópuverkefnið Konur gára vatnið í Hofi á Akureyri miðvikudaginn 11. maí kl. 9:30-12:00. Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi Jafnréttisstofu, Byggðastofnunar, INOVA á Englandi, AMUEBLA á Spáni og IED á Grikklandi undanfarin tvö ár. Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á ráðstefnuna.
Lesa meira
Innviðaráðherra úthlutar 35 milljónum til fjarvinnustöðva
2 maí, 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum að fjárhæð 35 milljónum króna til fjögurra verkefna vegna fjarvinnslustöðva. Frá árinu 2018 hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt átta verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva, á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Markmiðið með framlögum er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.
Lesa meira
Ársfundur Byggðastofnunar
28 apríl, 2022
Ársfundur Byggðastofnunar 2022 verður haldinn í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi í Borgarfirði fimmtudaginn 5. maí.
Lesa meira
NORA-styrkir
26 apríl, 2022
Tvisvar á ári er auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á vegum NORA, Norræna Atlantssamstarfsins. Íslensk þátttaka í verkefnum styrktum af NORA hefur verið góð, á bilinu 70-90%. Á árinu 2021 tóku íslenskir aðilar þátt í öllum verkefnum sem hlutu verkefnastyrki, en þau voru 14 talsins og 33 umsóknir bárust.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember